KA varð aftur KA á fimmtán ára meistaraafmælinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 16:30 Atli Hilmarsson þjálfaði KA árið 2002 og fagnar hér titlinum í leikslok með fyrirliðanum Sævari Árnasyni og Jóhanni Gunnari Jóhannssyni. Vísir/Hilmar Þór KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm. Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm.
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira