Hummer enn framleiddur til útflutnings Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 10:00 Humvee C-Series eru enn framleiddir og seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent