Brexit herferð Secret Solstice vekur athygli: Tilboð sem býðst Íslendingum líka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 19:02 Veggspjöld líkt og þessi eru víðsvegar um London. Sveinn Rúnar Einarsson Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“ Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira