Brexit herferð Secret Solstice vekur athygli: Tilboð sem býðst Íslendingum líka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 19:02 Veggspjöld líkt og þessi eru víðsvegar um London. Sveinn Rúnar Einarsson Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira