Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 19:22 Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09
Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47
Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55
Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04