Laxar farnir að sýna sig í ánum Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2017 14:00 Það styttist í laxveiðitímabilið Það styttist óðum í að laxveiðiárnar opni fyrir veiðimönnum en nú berast fréttir af löxum sem eru þegar gengnir sem gerir lítið annað en að magna upp spennuna. Fyrstu fréttir af löxum eða öllu heldur laxi kom úr Laxá í Kjós en þá sá Bubbi Morhtens lax við Kvíslafoss. Það er ekkert óalgengt að frétta af fyrstu löxunum í Kjósinni um 20.maí en viku fyrr þykir ansi snemmt. Ekki hafa borist fleiri fréttir af löxum þaðan síðan en það má gera ráð fyrir því að fleiri sýni sig á næstunni. Laxá í Aðaldal hefur þegar fengið sína fyrstu lónbúa og það staðfesti Orri Vigfússon og síðan sá fyrsti sást hafa nokkrir sést síðan. Veiðimenn sem voru við brúnna yfir Borgarfjörð á sunnudaginn sáu laxa stökkva nokkrum sinnum þarna niðurfrá og eflaust er þetta lax á leið sinni upp í Þverá eða Norðurá en þær eiga nokkuð snemmgengna stofna. Aðrar ár á svæðinu fá sinn lax inn nokkru seinna. Upp úr mánaðarmótum maí júní fara svo fyrstu göngurnar að mæta sem einhver stærð er í og þá byrjar ballið. Helt yfir spá veiðimenn og aðrir sérfræðingar góðu sumri og er það byggt á talningu seiða en stofnarnir í flestum ánum sem gengu út í fyrra voru í stærra lagi samkvæmt okkar heimildum og öll skilyrði bæði frá hafi og hitastigi á þann veg að öll teikn eru á lofti um gott smálaxaár en þrátt fyrir spádóm er víst lítið hægt að segja fyrr en eftir fyrstu tvær til þrjár vikurnar sem árnar eru opnar. Þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því sem koma skal. Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði SVFR semur um Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði
Það styttist óðum í að laxveiðiárnar opni fyrir veiðimönnum en nú berast fréttir af löxum sem eru þegar gengnir sem gerir lítið annað en að magna upp spennuna. Fyrstu fréttir af löxum eða öllu heldur laxi kom úr Laxá í Kjós en þá sá Bubbi Morhtens lax við Kvíslafoss. Það er ekkert óalgengt að frétta af fyrstu löxunum í Kjósinni um 20.maí en viku fyrr þykir ansi snemmt. Ekki hafa borist fleiri fréttir af löxum þaðan síðan en það má gera ráð fyrir því að fleiri sýni sig á næstunni. Laxá í Aðaldal hefur þegar fengið sína fyrstu lónbúa og það staðfesti Orri Vigfússon og síðan sá fyrsti sást hafa nokkrir sést síðan. Veiðimenn sem voru við brúnna yfir Borgarfjörð á sunnudaginn sáu laxa stökkva nokkrum sinnum þarna niðurfrá og eflaust er þetta lax á leið sinni upp í Þverá eða Norðurá en þær eiga nokkuð snemmgengna stofna. Aðrar ár á svæðinu fá sinn lax inn nokkru seinna. Upp úr mánaðarmótum maí júní fara svo fyrstu göngurnar að mæta sem einhver stærð er í og þá byrjar ballið. Helt yfir spá veiðimenn og aðrir sérfræðingar góðu sumri og er það byggt á talningu seiða en stofnarnir í flestum ánum sem gengu út í fyrra voru í stærra lagi samkvæmt okkar heimildum og öll skilyrði bæði frá hafi og hitastigi á þann veg að öll teikn eru á lofti um gott smálaxaár en þrátt fyrir spádóm er víst lítið hægt að segja fyrr en eftir fyrstu tvær til þrjár vikurnar sem árnar eru opnar. Þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því sem koma skal.
Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði SVFR semur um Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði