Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum segir starfi sínu lausu

Birgir Olgeirsson skrifar
Hafði verið framkvæmdastjóri hjá bankanum í fimm ár.
Hafði verið framkvæmdastjóri hjá bankanum í fimm ár. Vísir/Landsbankinn
Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og mun láta af störfum á næstu vikum.

Ragnhildur hefur verið framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum frá árinu 2012 og hefur stýrt mörgum umfangsmiklum verkefnum fyrir bankann.

Ragnhildur Geirsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans.
„Það hefur verið ánægjulegt fyrir mig að taka þátt í þeim viðamiklu breytingum sem hafa orðið hjá bankanum undanfarin ár. Ég tel að nú sé réttur tími fyrir mig að leita nýrra tækifæra og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir.


„Ragnhildur hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir bankann undanfarin ár. Fyrir hönd alls starfsfólks þakka ég Ragnhildi fyrir samstarfið og óska henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×