Milos: Ég er enginn David Copperfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2017 19:14 Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. Milos sagði starfi sínu lausu hjá Víkingum á föstudaginn og réði sig síðan sem þjálfara Blika í dag. Hann var því aðeins í þrjá daga burtu frá Pepsi-deildinni. „Ég heyrði fyrst frá þeim á laugardaginn og þetta var allt að gerast hratt,“ sagði Milos Milojevic í viðtalinu við Arnar Björnsson sem var tekið á fyrstu æfingu Serbans í Smáranum. „Þetta var kannski ekki endilega það sem ég var að plana en ég er ánægður með þessa lendingu. Ég er spenntur fyrir þessu því ef ég væri ekki spenntur þá hefði ég ekki sagt já. Þar sem að ég sagði já þá sé ég að það er áhugavert verkefni í gangi. Þess vegna er ég ánægður að vera hér,“ sagði Milos. En var hann ekkert að reyna að losna frá Víkingi þegar hann vissi af Blikastarfið væri laust? „Nei, alls ekki. Ég veit að þeir voru í viðræðum við annan mann. Þeir komu til mín eftir að ég var búinn að segja að ég væri hættur í Víkinni. Ég er búinn að koma því frá mér af hverju ég hætti með Víkingi og ætla ekki að endurtaka það. Það er saga sem er búin og er búin að vera flott saga í níu ár. Ég er stoltur af því en núna er ég kominn til Breiðabliks og tilbúinn að tala um Breiðablik,“ sagði Milos en hvenær munu hans áherslur fara sjást á Blikaliðinu? „Ég hugsa bara strax en hvort að það sjáist hundrað prósent strax er erfitt að segja. Ég er með enga töfra og er enginn David Copperfield. Ég er með áherslur sem þetta lið þarf á að halda. Þetta er flott lið sem kann að spila fótbolta. Liðið er með góðan grunn og ég tek við góðu búi af Arnari. Ég þarf bara að setja mín fingraför á liðið,“ sagði Milos. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Milos í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. Milos sagði starfi sínu lausu hjá Víkingum á föstudaginn og réði sig síðan sem þjálfara Blika í dag. Hann var því aðeins í þrjá daga burtu frá Pepsi-deildinni. „Ég heyrði fyrst frá þeim á laugardaginn og þetta var allt að gerast hratt,“ sagði Milos Milojevic í viðtalinu við Arnar Björnsson sem var tekið á fyrstu æfingu Serbans í Smáranum. „Þetta var kannski ekki endilega það sem ég var að plana en ég er ánægður með þessa lendingu. Ég er spenntur fyrir þessu því ef ég væri ekki spenntur þá hefði ég ekki sagt já. Þar sem að ég sagði já þá sé ég að það er áhugavert verkefni í gangi. Þess vegna er ég ánægður að vera hér,“ sagði Milos. En var hann ekkert að reyna að losna frá Víkingi þegar hann vissi af Blikastarfið væri laust? „Nei, alls ekki. Ég veit að þeir voru í viðræðum við annan mann. Þeir komu til mín eftir að ég var búinn að segja að ég væri hættur í Víkinni. Ég er búinn að koma því frá mér af hverju ég hætti með Víkingi og ætla ekki að endurtaka það. Það er saga sem er búin og er búin að vera flott saga í níu ár. Ég er stoltur af því en núna er ég kominn til Breiðabliks og tilbúinn að tala um Breiðablik,“ sagði Milos en hvenær munu hans áherslur fara sjást á Blikaliðinu? „Ég hugsa bara strax en hvort að það sjáist hundrað prósent strax er erfitt að segja. Ég er með enga töfra og er enginn David Copperfield. Ég er með áherslur sem þetta lið þarf á að halda. Þetta er flott lið sem kann að spila fótbolta. Liðið er með góðan grunn og ég tek við góðu búi af Arnari. Ég þarf bara að setja mín fingraför á liðið,“ sagði Milos. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Milos í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06
Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15