Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 22. maí 2017 06:30 Framkvæmdastjóri SI segist óttast landflótta fyrirtækja vegna styrkingu krónunnar. vísir/gva Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar gengi krónunnar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAEf bankinn ætlar sér að draga enn frekar úr öllum inngripum með sama móti og verið hefur þá munu áhrifin koma fram í frekari styrkingu krónunnar, þetta er mat Ásdísar Kristjánsdóttir, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur styrkst hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum á þessu ári. Sé litið til miðgengi dollara má sjá að gengið hefur lækkað um 11,51 prósent á síðustu 3 mánuðum og er gengið nú um 100. Svipaða sögu er að segja um evruna sem hefur veikst um 6,81 prósent á tímabilinu og er nú gengið um 112. Seðlabankinn tilkynnti á fimmtudaginn að umfangsmiklum gjaldeyriskaupum bankans verður hætt frá og með þessari viku. Seðlabankinn muni þó eftir sem áður beita inngripum á gjaldeyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Ef þessi ákvörðun leiðir til þess að krónan haldi áfram að styrkjast verulega gæti gengi dollara farið talsvert undir hundrað krónur og gengi evru sömuleiðis veikst. „Seðlabankinn er búinn að leika lykilhlutverk á gjaldeyrismarkaði, nánast sá eini sem hefur verið að koma til móts við það innflæði sem hefur verið. Ef hann ætlar að breyta um takt og draga úr inngripum þá mun það leiða til þess að krónan styrkist að öðru óbreyttu," segir Ásdís. Ef þetta gengur eftir mun innflutningsverð lækka áfram sem mun skila sér í lægra verði til neytenda. „Frekari gengisstyrking hefur hins vegar þau áhrif að samkeppnisstaða þjóðarbúsins versnar enn frekar. Krónan hefur verið í samfleytum styrkingafasa undanfarin ár og það gerir rekstur íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni erfiðara um vik. Enn erum við hins vegar ekki að sjá merki þess efnis að krónan sé of sterk vegna þess að við erum enn að skila töluverðum viðskiptaafgangi," segir Ásdís.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Hún bendir þó á að ef komi bakslag í hagkerfið erum við í gjörbreyttu umhverfi en þegar það gerðist síðast. „Við höfum nýtt uppsveifluna til að búa í haginn, greitt niður skuldir og nú er svo komið að sparnaður þjóðarbúsins er sá mesti í 50 ár. Við erum því í allt annarri stöðu en við vorum í árið 2008." „Seðlabankinn er svolítið að segja að gengið verði að vera sterkara," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Um leið og við skiljum hlutverk Seðlabankans þá er hagstjórnin að hafa meiri slæm langtíma áhrif en menn virðast átta sig á." „Við erum að sjá flótta og ákvörðunartöku innan fyrirtækja sem leiðir til þess að ef þau geta setja þau starfsemi annað, oftast er það að hluta samt ekki öll starfsemin. Við getum verið að missa mjög öflug útflutningsdrifin fyrirtæki úr landi og það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að fá þau til baka. Hagstjórnarlega fyrir Ísland er þetta vandamál því þetta getur leitt það af sér að okkar atvinnulíf og útftluningur verði fábrotin," segir hann. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, telur að heilt yfir litið mun ákvörðun Seðlabankans ekki endilega hafa mikil áhrif á gengi krónunnar. „Ef krónan fer að styrkjast það sem þeir telja óhóflega eða sveiflast of mikið, þá munu þeir eftir sem áður grípa inn í krónuna. Þeir eru ekki hættir afskiptum sínum af þróun krónunnar." Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Verða 4,75 prósent. 17. maí 2017 08:56 Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Seðlabankinn spáir að gengi krónunnar í ár verði að meðaltali 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækki um sex prósent í viðbót næstu tvö ár. Spáð er að árshækkun húsnæðisverðs nái hámarki í ár. 18. maí 2017 07:00 Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. 18. mars 2017 10:57 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar gengi krónunnar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAEf bankinn ætlar sér að draga enn frekar úr öllum inngripum með sama móti og verið hefur þá munu áhrifin koma fram í frekari styrkingu krónunnar, þetta er mat Ásdísar Kristjánsdóttir, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur styrkst hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum á þessu ári. Sé litið til miðgengi dollara má sjá að gengið hefur lækkað um 11,51 prósent á síðustu 3 mánuðum og er gengið nú um 100. Svipaða sögu er að segja um evruna sem hefur veikst um 6,81 prósent á tímabilinu og er nú gengið um 112. Seðlabankinn tilkynnti á fimmtudaginn að umfangsmiklum gjaldeyriskaupum bankans verður hætt frá og með þessari viku. Seðlabankinn muni þó eftir sem áður beita inngripum á gjaldeyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Ef þessi ákvörðun leiðir til þess að krónan haldi áfram að styrkjast verulega gæti gengi dollara farið talsvert undir hundrað krónur og gengi evru sömuleiðis veikst. „Seðlabankinn er búinn að leika lykilhlutverk á gjaldeyrismarkaði, nánast sá eini sem hefur verið að koma til móts við það innflæði sem hefur verið. Ef hann ætlar að breyta um takt og draga úr inngripum þá mun það leiða til þess að krónan styrkist að öðru óbreyttu," segir Ásdís. Ef þetta gengur eftir mun innflutningsverð lækka áfram sem mun skila sér í lægra verði til neytenda. „Frekari gengisstyrking hefur hins vegar þau áhrif að samkeppnisstaða þjóðarbúsins versnar enn frekar. Krónan hefur verið í samfleytum styrkingafasa undanfarin ár og það gerir rekstur íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni erfiðara um vik. Enn erum við hins vegar ekki að sjá merki þess efnis að krónan sé of sterk vegna þess að við erum enn að skila töluverðum viðskiptaafgangi," segir Ásdís.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Hún bendir þó á að ef komi bakslag í hagkerfið erum við í gjörbreyttu umhverfi en þegar það gerðist síðast. „Við höfum nýtt uppsveifluna til að búa í haginn, greitt niður skuldir og nú er svo komið að sparnaður þjóðarbúsins er sá mesti í 50 ár. Við erum því í allt annarri stöðu en við vorum í árið 2008." „Seðlabankinn er svolítið að segja að gengið verði að vera sterkara," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Um leið og við skiljum hlutverk Seðlabankans þá er hagstjórnin að hafa meiri slæm langtíma áhrif en menn virðast átta sig á." „Við erum að sjá flótta og ákvörðunartöku innan fyrirtækja sem leiðir til þess að ef þau geta setja þau starfsemi annað, oftast er það að hluta samt ekki öll starfsemin. Við getum verið að missa mjög öflug útflutningsdrifin fyrirtæki úr landi og það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að fá þau til baka. Hagstjórnarlega fyrir Ísland er þetta vandamál því þetta getur leitt það af sér að okkar atvinnulíf og útftluningur verði fábrotin," segir hann. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, telur að heilt yfir litið mun ákvörðun Seðlabankans ekki endilega hafa mikil áhrif á gengi krónunnar. „Ef krónan fer að styrkjast það sem þeir telja óhóflega eða sveiflast of mikið, þá munu þeir eftir sem áður grípa inn í krónuna. Þeir eru ekki hættir afskiptum sínum af þróun krónunnar."
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Verða 4,75 prósent. 17. maí 2017 08:56 Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Seðlabankinn spáir að gengi krónunnar í ár verði að meðaltali 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækki um sex prósent í viðbót næstu tvö ár. Spáð er að árshækkun húsnæðisverðs nái hámarki í ár. 18. maí 2017 07:00 Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. 18. mars 2017 10:57 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Seðlabankinn spáir að gengi krónunnar í ár verði að meðaltali 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækki um sex prósent í viðbót næstu tvö ár. Spáð er að árshækkun húsnæðisverðs nái hámarki í ár. 18. maí 2017 07:00
Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. 18. mars 2017 10:57