Lífið

Harry Bretaprins ók um 160 kílómetra til að sækja kærustuna

Anton Egilsson skrifar
Harry Bretaprins lét sig ekki vanta í brúðkaup Pippu Middleton og James Matthews.
Harry Bretaprins lét sig ekki vanta í brúðkaup Pippu Middleton og James Matthews. Vísir/Getty
Brúðkaup ársins í Bretlandi átti sér stað í gær þegar Pippa Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynju af Cambridge, gekk í það heilaga með bankamanninum James Matthews.

Harry Bretaprins var viðstaddur athöfnina en kærasta hans, leikkonan Megan Markle, var hvergi sjáanleg. Hún var hins vegar viðstödd brúðkaupsveisluna sem fram fór síðar um kvöldið í garði foreldra Pippu. Til þess að það gæti orðið að veruleika þurfti prinsinn að leggja á sig um 160 kílómetra akstur til að sækja Markle að því er fram kemur í frétt Telegraph.

Þegar skammt var liðið á brúðkaupsveisluna sást Harry aka af stað frá kirkju heilags Markúsar í þorpinu Englefield í Berkshire þar sem athöfnin fór fram en leiðin lá til Kensington hallar í London þar sem Markle beið hans.

Mikil eftirvænting hafði verið uppi um hvort Markle yrði viðstödd sjálfa brúðkaupsathöfnina en allt kom fyrir ekki. Ef að hefði orðið hefði það verið í fyrsta skipti sem parið sæist saman á opinberum vettvangi.

Brúðkaupið í gær var stjörnum prýtt og létu ófáir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar sjá sig eins og sjá má á myndum frá brúðkaupinu.


Tengdar fréttir

Pippa Middleton gengur í það heilaga

Pippa Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynju af Cambridge, mun síðar í dag ganga í það heilaga með unnusta sínum, bankamanninum James Matthews.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×