Í eldhúsi Evu: Sashimi-salat með ponzu-sósu Eva Laufey skrifar 21. maí 2017 09:00 Sashimi-salat, einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið sem forréttur eða léttur aðalréttur. Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sashimi-salati. Sashimi-salat með ponzu-sósu Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið sem forréttur eða léttur aðalréttur.300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar1 lárpera, vel þroskuð1 mangó, vel þroskaðBlandað salat1 dl límónusafi3/4 dl sojasósa1/2 rautt chili1 1/2 msk. kóríander1/4 tsk. rifið engifer1 msk. vorlaukur, smátt skorinnSesamfræ, ristuð Best er að byrja á ponzu-sósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa. Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt fat eða litla diska. Setjið sósuna í skál sem er fyrir miðju á fatinu og raðið meðlætinu í kringum skálina. Ristið sesamfræ á pönnu og dreifið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn. Eva Laufey Sushi Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sashimi-salati. Sashimi-salat með ponzu-sósu Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið sem forréttur eða léttur aðalréttur.300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar1 lárpera, vel þroskuð1 mangó, vel þroskaðBlandað salat1 dl límónusafi3/4 dl sojasósa1/2 rautt chili1 1/2 msk. kóríander1/4 tsk. rifið engifer1 msk. vorlaukur, smátt skorinnSesamfræ, ristuð Best er að byrja á ponzu-sósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa. Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt fat eða litla diska. Setjið sósuna í skál sem er fyrir miðju á fatinu og raðið meðlætinu í kringum skálina. Ristið sesamfræ á pönnu og dreifið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn.
Eva Laufey Sushi Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist