Með sjálfbærni að leiðarljósi Ritstjórn skrifar 10. júní 2017 08:30 Myndir/Saga Sig Á tímum offramleiðslu og ofurhraða í tísku er gott að staldra aðeins við og hugsa um hvaða áhrif neyslan okkar hefur á umhverfið. Hárvörumerkið Davines og íslenska sundfatamerkið Swimslow eiga það sameiginlegt að vera bæði sjálfbær og skila því til baka með ýmsum hætti sem þau fá lánað frá náttúrunni. Merkin tvö hafa nú tekið höndum saman en allir sem kaupa 3 fyrir 2 tilboð af SU/ sólarlínunni frá Davines fá afsláttarkóða sem veitir þeim 15% afslátt af Swimslow sundbolum. Að því tilefni slógu þau saman í gullfallegan myndaþátt þar sem Saga Sig var á bakvið myndavélina en fyrirsætan engin önnur en Sigrún Eva hjá Eskimo sem er að gera það gott í fyrirsætuheiminum í New York. Förðun og hár gerði Flóra Karítas hjá MAC. Davines er ítalskt hágæða hárvörumerki sem selt er á hárgreiðslustofum víða um land. Nýjasta viðbótin við vöruúrvalið á Íslandi er SU/ sólarlínan en hún inniheldur allt sem þarf til að verja húð og hár gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Ein spennandi vara er SU/ Tan Maximizer sem er krem til að bera á húðina og undirbúa hana fyrir viðveru í sól. Með því færðu dýpri brúnku sem endist lengur. Línan inniheldur síðan einnig sjampó og húðsápu, hármaska og hármjólk með sólarvörn auk SPF25 sólarvörn og Aftersun. Þú getur séð lista af sölustöðum SU/ línunnar á Facebook síðu Davines á ÍslandiSwimslow er nýtt sjálfbært sundfatamerki stofnað og hannað af Ernu Bergmann fatahönnuði og stílista. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum með OEKO-TEX® vottun. Swimslow leggur áherslu á að láta konum líða vel og á gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið - eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolirnir fást í vefversluninni www.swimslow.com. Mest lesið Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Mariah Carey opinberar samband sitt við dansarann sinn Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Óunnar sjálfsmyndir - #BreakYourSelfie Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Sérstök lína frá Ganni lítur dagsins ljós Glamour
Á tímum offramleiðslu og ofurhraða í tísku er gott að staldra aðeins við og hugsa um hvaða áhrif neyslan okkar hefur á umhverfið. Hárvörumerkið Davines og íslenska sundfatamerkið Swimslow eiga það sameiginlegt að vera bæði sjálfbær og skila því til baka með ýmsum hætti sem þau fá lánað frá náttúrunni. Merkin tvö hafa nú tekið höndum saman en allir sem kaupa 3 fyrir 2 tilboð af SU/ sólarlínunni frá Davines fá afsláttarkóða sem veitir þeim 15% afslátt af Swimslow sundbolum. Að því tilefni slógu þau saman í gullfallegan myndaþátt þar sem Saga Sig var á bakvið myndavélina en fyrirsætan engin önnur en Sigrún Eva hjá Eskimo sem er að gera það gott í fyrirsætuheiminum í New York. Förðun og hár gerði Flóra Karítas hjá MAC. Davines er ítalskt hágæða hárvörumerki sem selt er á hárgreiðslustofum víða um land. Nýjasta viðbótin við vöruúrvalið á Íslandi er SU/ sólarlínan en hún inniheldur allt sem þarf til að verja húð og hár gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Ein spennandi vara er SU/ Tan Maximizer sem er krem til að bera á húðina og undirbúa hana fyrir viðveru í sól. Með því færðu dýpri brúnku sem endist lengur. Línan inniheldur síðan einnig sjampó og húðsápu, hármaska og hármjólk með sólarvörn auk SPF25 sólarvörn og Aftersun. Þú getur séð lista af sölustöðum SU/ línunnar á Facebook síðu Davines á ÍslandiSwimslow er nýtt sjálfbært sundfatamerki stofnað og hannað af Ernu Bergmann fatahönnuði og stílista. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum með OEKO-TEX® vottun. Swimslow leggur áherslu á að láta konum líða vel og á gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið - eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolirnir fást í vefversluninni www.swimslow.com.
Mest lesið Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Mariah Carey opinberar samband sitt við dansarann sinn Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Óunnar sjálfsmyndir - #BreakYourSelfie Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Sérstök lína frá Ganni lítur dagsins ljós Glamour