Lífið

Veðurspáin fyrir Esjutónleika frábær

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi mynd var tekinn í vikunni en akkúrat hér verða tónleikarnir í kvöld.
Þessi mynd var tekinn í vikunni en akkúrat hér verða tónleikarnir í kvöld. vísir
Farsímafyrirtækið Nova stendur fyrir tónleikum á Esjunni í kvöld þar sem plötusnúðurinn Þura Stína kemur fram ásamt röppurunum Emmsjé Gauta, Aroni Can og strákunum í Úlfur Úlfur.

Tónleikarnir byrja klukkan 18:00 og þeim lýkur klukkan 21:30. Fyrir þá sem ekki treysta sér í að ganga upp að Steini, en þar verða tónleikarnir haldnir, er sá möguleiki að fara með þyrlu upp en það kostar kr. 6500,- hvora leið. 

Veðurspáin er góð og búist við hálfgerðu sólgleraugnaveðri á tónleikunum en Vísir sýnir beint frá fjörinu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×