Getur varla beðið eftir að vínylplatan detti í hús Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 09:00 Bubbi heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag. „Það er plata og það er afmæli og það áttu að vera tónleikar líka í dag en þeir verða því miður ekki,“ segir tónlistarmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Bubbi Morthens sem heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag og gefur út plötuna Túngumál. Bubbi hefur oftar en ekki haldið tónleika á afmælinu sínu en núna fær hann óvænt frí. „Ætli ég taki ekki fólkið mitt út að borða. Minn uppáhaldsmatur er indverskur og Austur-Indíafjelagið er einn besti indverski veitingastaður í Evrópu, það get ég vottað. Ég er búinn að prófa þá marga og það sem gerist þar inni eru einhverjir töfrar sem ég veit ekki hverjir eru en þeir finnast á bragðinu. Svo segi ég kannski bara við krakkana að þau ráði,“ bætir hann við. Platan Túngumál er nokkur óður til fortíðar því Bubbi leitar til áhrifavalda sem hann kynntist þegar hann vann á vertíð. „Þá var ég svolítið að hlusta á þjóðlagatónlist meðal annars frá Síle og Paragvæ og mexíkóskt rokk. Það var klikkað dæmi og er ennþá. Í Mexíkó eiga þeir mikið af alvöru böndum sem nota tremóló gítara. Í dag hefur það rokk þróast þannig að böndin semja hetjuóð um eiturlyfjabaróna. Ég sæki áhrif úr allri þessari tónlistarflóru og bind hana með mínum eigin hljóðheim þannig að útkoman verður einhvers konar grautur en mjög Bubbaleg tónlist engu að síður. Hún er mjög heilsteypt því ég bind öll lögin með þessum tremóló gítar. Þetta er gítarhljóð sem hljómar í True Detective sem margir kannast svo við. Svo verða bónuslög, eitt er tribute lag til Leonard Cohen og heitir bara Cohen blús og annað sem heitir Guð blessi Ísland og tengist hruninu.“ Túngumál kemur út í júlí á vínyl og segir Bubbi að hljóðblöndunin hafi verið með vínyl í huga. „Vínylplatan hefur svolítið komið aftur vegna þess að það er mikill munur á gæðum, ef það er hlustað á gripinn í góðum gæðum. Vínylformatið er gripur sem er listræn heild. Það er athöfn að hlusta á vínylplötu. Sumir taka sér bók í hönd, aðrir fá sér rautt eða hvað sem er og vínylplatan er í þeim flokki. Það þarf næði til að hlusta á vínylplötu. Ég get ekki beðið eftir að fá vínylplötuna í hendurnar, setjast niður og njóta hvers tóns,“ segir afmælisbarnið Bubbi að lokum. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er plata og það er afmæli og það áttu að vera tónleikar líka í dag en þeir verða því miður ekki,“ segir tónlistarmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Bubbi Morthens sem heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag og gefur út plötuna Túngumál. Bubbi hefur oftar en ekki haldið tónleika á afmælinu sínu en núna fær hann óvænt frí. „Ætli ég taki ekki fólkið mitt út að borða. Minn uppáhaldsmatur er indverskur og Austur-Indíafjelagið er einn besti indverski veitingastaður í Evrópu, það get ég vottað. Ég er búinn að prófa þá marga og það sem gerist þar inni eru einhverjir töfrar sem ég veit ekki hverjir eru en þeir finnast á bragðinu. Svo segi ég kannski bara við krakkana að þau ráði,“ bætir hann við. Platan Túngumál er nokkur óður til fortíðar því Bubbi leitar til áhrifavalda sem hann kynntist þegar hann vann á vertíð. „Þá var ég svolítið að hlusta á þjóðlagatónlist meðal annars frá Síle og Paragvæ og mexíkóskt rokk. Það var klikkað dæmi og er ennþá. Í Mexíkó eiga þeir mikið af alvöru böndum sem nota tremóló gítara. Í dag hefur það rokk þróast þannig að böndin semja hetjuóð um eiturlyfjabaróna. Ég sæki áhrif úr allri þessari tónlistarflóru og bind hana með mínum eigin hljóðheim þannig að útkoman verður einhvers konar grautur en mjög Bubbaleg tónlist engu að síður. Hún er mjög heilsteypt því ég bind öll lögin með þessum tremóló gítar. Þetta er gítarhljóð sem hljómar í True Detective sem margir kannast svo við. Svo verða bónuslög, eitt er tribute lag til Leonard Cohen og heitir bara Cohen blús og annað sem heitir Guð blessi Ísland og tengist hruninu.“ Túngumál kemur út í júlí á vínyl og segir Bubbi að hljóðblöndunin hafi verið með vínyl í huga. „Vínylplatan hefur svolítið komið aftur vegna þess að það er mikill munur á gæðum, ef það er hlustað á gripinn í góðum gæðum. Vínylformatið er gripur sem er listræn heild. Það er athöfn að hlusta á vínylplötu. Sumir taka sér bók í hönd, aðrir fá sér rautt eða hvað sem er og vínylplatan er í þeim flokki. Það þarf næði til að hlusta á vínylplötu. Ég get ekki beðið eftir að fá vínylplötuna í hendurnar, setjast niður og njóta hvers tóns,“ segir afmælisbarnið Bubbi að lokum.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira