Keppt í ægifögru umhverfi Þingvalla RB Classic kynnir 4. júní 2017 15:48 ,,Ég fer eingöngu til þess að taka þátt og gera mitt besta,” segir Þorvaldur Daníelsson sem hefur keppt í RB Classic frá upphafi. Vísir/Eyþór RB, í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind, stendur fyrir götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn laugardaginn 10. júní. Búist er við góðri þátttöku en vinsældir mótsins hafa aukist jafnt og þétt frá því það var fyrst haldið árið 2014. Cintamani og Kría Cycles koma einnig að stuðningi við mótið sem hingað til hefur verið haldið í ágúst en er nú í fyrsta sinn haldið snemma í júnímánuði. Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní kl. 23.59 en hægt er að skrá sig á sig hér. Hjólað verður réttsælis umhverfis Þingvallavatn, um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis, og er keppt í tveimur vegalengdum eins og síðustu ár. A flokkur hjólar tvo hringi kringum vatnið (127 km) og b flokkur hjólar einn hring (65 km). Keppt er í tveimur flokkum á RB Classic.RB Classic Þorvaldur Daníelsson hefur tekið þátt frá upphafi og segir keppnina ótrúlega skemmtilega. ,,Mér hefur alltaf gengið vonum framar enda er ég þátttakandi en ekki keppandi, ef svo má segja. Ég fer eingöngu til þess að taka þátt og gera mitt besta. Því hef ég alltaf litið svo á að ég keppi í eins manns riðli, sem sagt bara með sjálfum mér. Ég geri mitt besta til þess að sigra mig.” Götuhjól henta best í þessari keppn enda hringurinn að mestu leyti malbikaður. Þó er tíu km malarkafli á leiðinni sem gerir keppnina áhugaverðari. ,,Um er að ræða malarkafla frá Úlfljótsvatni að ION hóteli og svo aftur frá virkjun að Úlfljótsvatni í lokin. Þetta er svona kafli sem einhverjir bugast á, finnst erfiður, og þarna skilur oft á milli manna og getur ráðið úrslitum.”RB Classic nýtur sífellt meiri vinsælda meðal hjólreiðamanna.RB ClassicPeningaverðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í öllum flokkum í karla- og kvennaflokki í A flokki. Auk þess verða verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin í öllum flokkum B flokks. Cintamani gefur einnig glæsileg verðlaun. Þorvaldur fer með hóp af krökkum úr Hjólakrafti sem er litla félagið hans segir hann. ,,Markmið mitt er að sigra sjálfan mig, gera betur en í fyrra vonandi, og að sjá þessa flottu krakka taka á því, gera sitt besta og sigra sig sjálf. Það myndi ekkert gleðja mig meira en að sjá krakkana mína í Hjólakrafti ná markmiðum sínum og sigra sig sjálf. Það er ekkert skemmtilegra og það er enginn sigur sætari.” Ræst er við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Nánari upplýsingar má finna á www.rbclassic.is.Hjólað verður umhverfis Þingvallavatn, um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis.RB Classic Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
RB, í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind, stendur fyrir götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn laugardaginn 10. júní. Búist er við góðri þátttöku en vinsældir mótsins hafa aukist jafnt og þétt frá því það var fyrst haldið árið 2014. Cintamani og Kría Cycles koma einnig að stuðningi við mótið sem hingað til hefur verið haldið í ágúst en er nú í fyrsta sinn haldið snemma í júnímánuði. Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní kl. 23.59 en hægt er að skrá sig á sig hér. Hjólað verður réttsælis umhverfis Þingvallavatn, um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis, og er keppt í tveimur vegalengdum eins og síðustu ár. A flokkur hjólar tvo hringi kringum vatnið (127 km) og b flokkur hjólar einn hring (65 km). Keppt er í tveimur flokkum á RB Classic.RB Classic Þorvaldur Daníelsson hefur tekið þátt frá upphafi og segir keppnina ótrúlega skemmtilega. ,,Mér hefur alltaf gengið vonum framar enda er ég þátttakandi en ekki keppandi, ef svo má segja. Ég fer eingöngu til þess að taka þátt og gera mitt besta. Því hef ég alltaf litið svo á að ég keppi í eins manns riðli, sem sagt bara með sjálfum mér. Ég geri mitt besta til þess að sigra mig.” Götuhjól henta best í þessari keppn enda hringurinn að mestu leyti malbikaður. Þó er tíu km malarkafli á leiðinni sem gerir keppnina áhugaverðari. ,,Um er að ræða malarkafla frá Úlfljótsvatni að ION hóteli og svo aftur frá virkjun að Úlfljótsvatni í lokin. Þetta er svona kafli sem einhverjir bugast á, finnst erfiður, og þarna skilur oft á milli manna og getur ráðið úrslitum.”RB Classic nýtur sífellt meiri vinsælda meðal hjólreiðamanna.RB ClassicPeningaverðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í öllum flokkum í karla- og kvennaflokki í A flokki. Auk þess verða verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin í öllum flokkum B flokks. Cintamani gefur einnig glæsileg verðlaun. Þorvaldur fer með hóp af krökkum úr Hjólakrafti sem er litla félagið hans segir hann. ,,Markmið mitt er að sigra sjálfan mig, gera betur en í fyrra vonandi, og að sjá þessa flottu krakka taka á því, gera sitt besta og sigra sig sjálf. Það myndi ekkert gleðja mig meira en að sjá krakkana mína í Hjólakrafti ná markmiðum sínum og sigra sig sjálf. Það er ekkert skemmtilegra og það er enginn sigur sætari.” Ræst er við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Nánari upplýsingar má finna á www.rbclassic.is.Hjólað verður umhverfis Þingvallavatn, um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis.RB Classic
Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira