Max Holloway kláraði Jose Aldo Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. júní 2017 05:39 Max Holloway í yfirburðarstöðu gegn Jose Aldo. Vísir/Getty UFC 212 fór fram í nótt í Brasilíu. Max Holloway sigraði Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins og er nú óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Jose Aldo byrjaði bardagann vel og tók það Holloway smá tíma að detta í gang. Aldo tók 1. lotuna en Holloway gekk betur í 2. lotu. Það var svo í 3. lotu sem Holloway tók yfir bardagann. Holloway kýldi Jose Aldo niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Aldo reyndi eins og hann gat að komast undan Holloway en sá síðarnefndi lét höggin dynja á Aldo í gólfinu. Eftir 4:13 í 3. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Fyrir bardagann var Max Holloway bráðabirgðarmeistari UFC og Jose Aldo „alvöru meistarinn“. Beltin voru sameinuð í nótt og er Holloway því óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Þetta var 11. sigur Holloway í röð í UFC og heldur ótrúleg sigurganga hans áfram. Það má segja að tap Jose Aldo sé ákveðinn endapunktur á drottnun hans yfir fjaðurvigtinni. Eftir að hafa verið taplaus í tíu ár hefur hann nú verið rotaður tvisvar á síðustu tveimur árum. Bestu ár hans eru að baki og hefur nýr meistari tekið við keflinu – meistari sem er sennilega ekki að fara á flakk um þyngdarflokka. Það verður gaman að sjá næstu skref Holloway en hinn 25 ára meistari hefur sýnt stöðugar framfarir undanfarin ár. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. 3. júní 2017 09:00 Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann. 30. maí 2017 23:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
UFC 212 fór fram í nótt í Brasilíu. Max Holloway sigraði Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins og er nú óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Jose Aldo byrjaði bardagann vel og tók það Holloway smá tíma að detta í gang. Aldo tók 1. lotuna en Holloway gekk betur í 2. lotu. Það var svo í 3. lotu sem Holloway tók yfir bardagann. Holloway kýldi Jose Aldo niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Aldo reyndi eins og hann gat að komast undan Holloway en sá síðarnefndi lét höggin dynja á Aldo í gólfinu. Eftir 4:13 í 3. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Fyrir bardagann var Max Holloway bráðabirgðarmeistari UFC og Jose Aldo „alvöru meistarinn“. Beltin voru sameinuð í nótt og er Holloway því óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Þetta var 11. sigur Holloway í röð í UFC og heldur ótrúleg sigurganga hans áfram. Það má segja að tap Jose Aldo sé ákveðinn endapunktur á drottnun hans yfir fjaðurvigtinni. Eftir að hafa verið taplaus í tíu ár hefur hann nú verið rotaður tvisvar á síðustu tveimur árum. Bestu ár hans eru að baki og hefur nýr meistari tekið við keflinu – meistari sem er sennilega ekki að fara á flakk um þyngdarflokka. Það verður gaman að sjá næstu skref Holloway en hinn 25 ára meistari hefur sýnt stöðugar framfarir undanfarin ár. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. 3. júní 2017 09:00 Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann. 30. maí 2017 23:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15
Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. 3. júní 2017 09:00
Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann. 30. maí 2017 23:15