Injustice 2: Superman er alltaf sami drullusokkurinn Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2017 11:00 Helstu ofurhetjur DC heimsins takast á. Slagsmálaleikurinn Injustice 2 ætti ekki að koma nokkrum á óvart. Hann var gerður af fyrirtækinu NetherRealm, sem gerði einnig Mortal Kombat leikina, og mikill svipur er á leikjunum. I2 breytir þó aðeins til og það er ekki hægt að segja annað en að um skemmtilegan leik sé að ræða. Fimm ár eru liðin frá því að hinn illi Superman var sigraður í Injustice: Gods among us. Sveitastrákurinn frá Smallville er enn í frekar vondu skapi eftir að Joker lét hann sprengja Metropolis upp og myrða ólétta Lois Lane og situr í sérstöku fangelsi. Fyrrum vinir hans, Wonder Woman og fleiri, eru í felum. Batman leiðir nýtt teymi sem reynir að berjast gegn górillunni Grodd og fautum hans, sem stofnað hafa samtökin The Society. Grodd og félagar virðast stefna á heimsyfirráð en óséður óvinur beitir áhrifum sínum úr skuggunum.I2 býr yfir flottum hópi ofurhetja. Auðvitað eru þeir helstu þarna eins og Batman, Superman, Wonder Woman, Flash, Aquaman, Supergirl og margir fleiri. Þá eru nokkrar skemmtilegar persónur sem eru minna þekktar. Saga leiksins kom mér á óvart, en NetherRealm hafa reyndar sýnt að þeir vita hvað þeir eru að gera. Hún er kannski ekkert framúrskarandi en gerir það sem henni er ætlað að gera vel. Það er að kynna spilara fyrir ofurhetjum leiksins, helstu brögðum og öðru og að vera skemmtileg. Ég á samt alltaf erfitt með það að líta fram hjá því að Superman sé ekki að drepa aðrar ofurhetjur með einu höggi. Það er ekki eins og viljinn sé ekki fyrir hendi og hann getur það svo sannarlega. Búið er að bæta við nokkurs konar RolePlay kerfi í leikinn sem gerir spilurum kleift að byggja upp og betrumbæta uppáhalds persónurnar sínar. Það er hægt að bæta búninga þeirra, meðal annars með því að berjast í Multiverse, sem hendir spilurum í margskonar þrautir. (Svipað og Living Towers í Mortal Kombat) Spilarar vinna þó peninga og búnað í öllum mismunandi hlutum leiksins. Á köflum finnst manni þó eins og NetherRealm séu að reyna að fá mann til að draga kreditkortið fram til þess að kaupa búnað og komast fram hjá margskonar takmörkunum.Blue Beetle lætur Wonder Woman, sem er frekar mikil drullusokka í þessum leik, finna fyrir því.Grafík I2 er stórgóð og tekur hörkustökk frá Gods Among Us. Mikið hefur verið lagt í nákvæmni við framleiðslu leiksins og andlitshreyfingar persóna eru framúrskarandi. Svipaða sögu er að segja af talsetningu leiksins enda var heill haugur af miklum fagmönnum fenginn til að lesa fyrir ofurhetjurnar. NetherRealm hefur aðeins breytt til frá Mortal Kombat X þegar kemur að bardagakerfinu. Nú er hver takki ekki fyrir mismunandi útlimi bardagakappa. Þess í stað eru mismunandi takkar fyrir léttar, miðlungs og þungar árásir. Spilarar þurfa áfram að raða saman árásum til að mynda svokölluð combo og gera mikinn skaða. Þá fylla spilarar upp ákveðinn kvarða sem hægt er að nota til sérstakra árása eða til þess að verjast gegn öllum árásum.Sagan I2 tekur ekki nema nokkrar klukkustundir, en þegar hún er búin er samt nóg að gera. Meðal annars er hægt að spila á netinu við aðra, sem er alls ekki auðvelt, og að leysa ýmsar þrautir til þess að safna búnaði og öðru, sbr Multiverse hér að ofan. Eins og aðrir slagsmálaleikir nýtur I2 sín þó best þegar kveikt er á honum í hópi vina. Hver kannast til dæmis ekki við hinn óþolandi vin sem ekkert kann og pikkar bara á allt sem hann getur, eins hratt og hann getur en vinnur samt. Það ætti enginn að vera svikinn af því að spila Injustice 2 og það er hægt að dunda sér við hann um langt skeið. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Slagsmálaleikurinn Injustice 2 ætti ekki að koma nokkrum á óvart. Hann var gerður af fyrirtækinu NetherRealm, sem gerði einnig Mortal Kombat leikina, og mikill svipur er á leikjunum. I2 breytir þó aðeins til og það er ekki hægt að segja annað en að um skemmtilegan leik sé að ræða. Fimm ár eru liðin frá því að hinn illi Superman var sigraður í Injustice: Gods among us. Sveitastrákurinn frá Smallville er enn í frekar vondu skapi eftir að Joker lét hann sprengja Metropolis upp og myrða ólétta Lois Lane og situr í sérstöku fangelsi. Fyrrum vinir hans, Wonder Woman og fleiri, eru í felum. Batman leiðir nýtt teymi sem reynir að berjast gegn górillunni Grodd og fautum hans, sem stofnað hafa samtökin The Society. Grodd og félagar virðast stefna á heimsyfirráð en óséður óvinur beitir áhrifum sínum úr skuggunum.I2 býr yfir flottum hópi ofurhetja. Auðvitað eru þeir helstu þarna eins og Batman, Superman, Wonder Woman, Flash, Aquaman, Supergirl og margir fleiri. Þá eru nokkrar skemmtilegar persónur sem eru minna þekktar. Saga leiksins kom mér á óvart, en NetherRealm hafa reyndar sýnt að þeir vita hvað þeir eru að gera. Hún er kannski ekkert framúrskarandi en gerir það sem henni er ætlað að gera vel. Það er að kynna spilara fyrir ofurhetjum leiksins, helstu brögðum og öðru og að vera skemmtileg. Ég á samt alltaf erfitt með það að líta fram hjá því að Superman sé ekki að drepa aðrar ofurhetjur með einu höggi. Það er ekki eins og viljinn sé ekki fyrir hendi og hann getur það svo sannarlega. Búið er að bæta við nokkurs konar RolePlay kerfi í leikinn sem gerir spilurum kleift að byggja upp og betrumbæta uppáhalds persónurnar sínar. Það er hægt að bæta búninga þeirra, meðal annars með því að berjast í Multiverse, sem hendir spilurum í margskonar þrautir. (Svipað og Living Towers í Mortal Kombat) Spilarar vinna þó peninga og búnað í öllum mismunandi hlutum leiksins. Á köflum finnst manni þó eins og NetherRealm séu að reyna að fá mann til að draga kreditkortið fram til þess að kaupa búnað og komast fram hjá margskonar takmörkunum.Blue Beetle lætur Wonder Woman, sem er frekar mikil drullusokka í þessum leik, finna fyrir því.Grafík I2 er stórgóð og tekur hörkustökk frá Gods Among Us. Mikið hefur verið lagt í nákvæmni við framleiðslu leiksins og andlitshreyfingar persóna eru framúrskarandi. Svipaða sögu er að segja af talsetningu leiksins enda var heill haugur af miklum fagmönnum fenginn til að lesa fyrir ofurhetjurnar. NetherRealm hefur aðeins breytt til frá Mortal Kombat X þegar kemur að bardagakerfinu. Nú er hver takki ekki fyrir mismunandi útlimi bardagakappa. Þess í stað eru mismunandi takkar fyrir léttar, miðlungs og þungar árásir. Spilarar þurfa áfram að raða saman árásum til að mynda svokölluð combo og gera mikinn skaða. Þá fylla spilarar upp ákveðinn kvarða sem hægt er að nota til sérstakra árása eða til þess að verjast gegn öllum árásum.Sagan I2 tekur ekki nema nokkrar klukkustundir, en þegar hún er búin er samt nóg að gera. Meðal annars er hægt að spila á netinu við aðra, sem er alls ekki auðvelt, og að leysa ýmsar þrautir til þess að safna búnaði og öðru, sbr Multiverse hér að ofan. Eins og aðrir slagsmálaleikir nýtur I2 sín þó best þegar kveikt er á honum í hópi vina. Hver kannast til dæmis ekki við hinn óþolandi vin sem ekkert kann og pikkar bara á allt sem hann getur, eins hratt og hann getur en vinnur samt. Það ætti enginn að vera svikinn af því að spila Injustice 2 og það er hægt að dunda sér við hann um langt skeið.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira