Þróunarkostnaður japanskra bílaframleiðenda aldrei hærri Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 12:00 Nissan Micra er nýkominn af nýrri kynslóð. Það er dýrt að þróa nýja bíla í harðri samkeppni og japanskir bílaframleiðendur ætla greinilega ekki að sitja eftir í þeim efnum í ár. Aldrei hafa þeir sett meira fé í þróunarkostnað fyrir nýja bíla sína en í ár. Alls munu þeir ætla að eyða 2.550 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn á milli ára risið um 7%. Toyota og Nissan ætla að eyða jafn miklu fé og í fyrra, en Honda, Suzuki, Mazda, Subaru og Mitsubishi ætla að eyða umtalsvert meira fé til þess arna. Mitsubishi ætlar reyndar að auka þróunarkostnað sinn um heil 20%. Til samanburðar eyddi Volkswagen Group 1.520 milljörðum króna í þróun nýrra bíla sinna í fyrra og General Motors 810 milljörðum króna. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent
Það er dýrt að þróa nýja bíla í harðri samkeppni og japanskir bílaframleiðendur ætla greinilega ekki að sitja eftir í þeim efnum í ár. Aldrei hafa þeir sett meira fé í þróunarkostnað fyrir nýja bíla sína en í ár. Alls munu þeir ætla að eyða 2.550 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn á milli ára risið um 7%. Toyota og Nissan ætla að eyða jafn miklu fé og í fyrra, en Honda, Suzuki, Mazda, Subaru og Mitsubishi ætla að eyða umtalsvert meira fé til þess arna. Mitsubishi ætlar reyndar að auka þróunarkostnað sinn um heil 20%. Til samanburðar eyddi Volkswagen Group 1.520 milljörðum króna í þróun nýrra bíla sinna í fyrra og General Motors 810 milljörðum króna.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent