Lífið

Rihanna stal senunni á leik Warriors og Cavs: Strunsaði blótandi út úr húsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rihanna ekki sátt með úrslitin.
Rihanna ekki sátt með úrslitin.
Golden State Warriors tók forystuna gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar með 113-91 sigri í fyrsta leik liðanna í nótt.

Golden State hefur nú unnið alla 13 leiki sína í úrslitakeppninni og leiðir einvígið um NBA meistaratitilinn 1-0. Vinna þarf fjóra leiki til að fá bikarinn stjóra.

En það voru ekki bestu leikmenn heims sem vöktu mesta athygli í nótt, heldur var það söngkonan Rihanna. Hún er einhver mesti aðdáandi Cleveland Cavaliers og Lebron James í heiminum og var hún öskrandi á fremsta bekk allan leikinn.

Eftir tapið strunsaði hún út úr höllinni og blótaði töluvert. Á einum tímapunkti í nótt gekk Rihanna einfaldlega fyrir Jeff Van Gundy, íþróttalýsara, og hann átti ekki til eitt aukatekið orð.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Rihönnu í nótt.


Tengdar fréttir

Golden State átti fyrsta höggið | Myndbönd

Golden State Warriors tók forystuna gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar með 113-91 sigri í fyrsta leik liðanna í nótt. Golden State hefur nú unnið alla 13 leiki sína í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×