Meira en 7.000 eigendur Fiesta og Focus bíla í mál við Ford Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 10:32 Ford Fiesta og Focus. Yfir sjö þúsund eigendur Ford Fiesta og Focus bíla með gallaðar sjálfskiptingar hafa höfðað mál gegn bílaframleiðandanum Ford vegna galla þeirra. Eru þessir Ford Fiesta og Focus bílar með "dual-clutch" skiptingar sem hafa mikla galla. Það er Stern Law PLLC lögmannsstofan sem sækir málið fyrir hönda umbjóðenda sinna í Bandaríkjunum. Slæleg hegðun skiptinganna veldur aflskorti, of seinum skiptingum, hröðunarvandamálum eða jafnvel hruns skiptingarinnar. Við þetta vilja eigendurnir ekki una, en þetta á við eigendur Ford Fiesta bíla af árgerðum 2011 til 2016 og Ford Focus bíla af árgerðum 2012 til 2016. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem höfðað er mál vegna bilaðra skiptinga í Ford bílum, en eitt slíkt mál var höfðað gegn Ford árið 2012. Ford hefur brugðist við þessum bilunum með því að framlengja ábyrgð drifbúnaðar þessara bíla að 7 árum eða til 100.000 mílna aksturs og Ford hefur reynt að gera við þessar skiptingar fram að þessu, en varanleg lausn á skiptingunum hefur ekki fundist enn og því höfða eigendurnir þetta mál nú. Vilja eigendurnir meina að með þessar biluðu skiptingar stafi ökumönnum þeirra hætta af þar sem bílarnir hegða sér ekki eins og ætlast er til og að þeir séu fyrir vikið hættulegir í umferðinni. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent
Yfir sjö þúsund eigendur Ford Fiesta og Focus bíla með gallaðar sjálfskiptingar hafa höfðað mál gegn bílaframleiðandanum Ford vegna galla þeirra. Eru þessir Ford Fiesta og Focus bílar með "dual-clutch" skiptingar sem hafa mikla galla. Það er Stern Law PLLC lögmannsstofan sem sækir málið fyrir hönda umbjóðenda sinna í Bandaríkjunum. Slæleg hegðun skiptinganna veldur aflskorti, of seinum skiptingum, hröðunarvandamálum eða jafnvel hruns skiptingarinnar. Við þetta vilja eigendurnir ekki una, en þetta á við eigendur Ford Fiesta bíla af árgerðum 2011 til 2016 og Ford Focus bíla af árgerðum 2012 til 2016. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem höfðað er mál vegna bilaðra skiptinga í Ford bílum, en eitt slíkt mál var höfðað gegn Ford árið 2012. Ford hefur brugðist við þessum bilunum með því að framlengja ábyrgð drifbúnaðar þessara bíla að 7 árum eða til 100.000 mílna aksturs og Ford hefur reynt að gera við þessar skiptingar fram að þessu, en varanleg lausn á skiptingunum hefur ekki fundist enn og því höfða eigendurnir þetta mál nú. Vilja eigendurnir meina að með þessar biluðu skiptingar stafi ökumönnum þeirra hætta af þar sem bílarnir hegða sér ekki eins og ætlast er til og að þeir séu fyrir vikið hættulegir í umferðinni.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent