Jaguar F-Pace kjörinn sá besti og fallegasti Finnur Thorlacius skrifar 19. júní 2017 11:15 Jaguar F-Pace. Á alþjóðlegu bílaverðlaunahátíðinni World Car Award 2017 (WCA) sem fram fór í New York í vor hreppti sportjeppinn Jaguar F-Pace tvenn mikilvæg verðlaun því bæði kaus 75 manna dómnefnd tuttugu og fjögurra landa F-Pace bíl ársins; 2017 World Car of the Year, og best hannaða bílinn á árinu; World Car Design of the Year. Opinberlega er P-Face því bæði besti og fallegastasti bíllinn á markaðnum í dag! Jaguar F-Pace er um þessar mundir sá bíll Jaguar sem selst í hvað mestu magni um þessar mundir jafnframt því sem hlutdeild hans í sölunni vex hvað hraðast. Þetta á við um flesta markaði en þó einkum og sér í lagi á Evrópumarkaði þar sem aukningin er mest. Jaguar hefur aldrei áður framleitt bíl sem selst hefur í viðlíkum fjölda eintaka og F-Pace. Ralf Speth, forstjóri Jaguar Land Rover, var að vonum ánægður þegar úrslitin voru kynnt. Hann segir að hönnun og val á búnaði í F-Pace hafa það hlutverk að skila miklum afköstum og þægindum til daglegra nota ásamt því sem útlit hans hefði verið ætlað að vekja athygli og aðdáun hvar sem hann væri. Öll meginmarkmiðin með F-Pace hefði tekist að uppfylla eins og móttökur markaðarins vitnuðu um og verðlaunin einnig. Fleiri bílgerðir Jaguar skoruðu hátt á verðlaunahátíðinni í ár. Meðal annars keppti fjórhjóladrifni fólksbíllinn Jaguar XE til úrslita þegar valið stóð um best hannaða bílinn sem F-Pace hreppti þegar upp var staðið. Ian Callum, framkvæmdastjóri hönnunar hjá Jaguar, sagði í þakarræðu sinni í New York að F-Pace væri fyrsti jeppinn sem fyrirtækið hefði framleitt. Þrátt fyrir það færi ekki á milli mála að um Jagurar væri að ræða. Verðlaunin veittu Jaguar því mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut og leita fleiri nýrra tækifæra á markaðnum. Mike Rutherford, framkvæmdastjóri og varaformaður stjórnar WCA, segir að á verðlaunaafhendingunni hefði Jaguar tekist það sem fyrirfram hefði verið talið óhugsandi. Það væri að hafa fyrst hreppt hönnunarverðlaun ársins og síðan að hafa tekist að næla í aðalbikar hátíðarinnar, verðlaun fyrir Bíl ársins. Hann sagði að með F-Pace hefði breska bílaframleiðandanum og stoltu og hæfu starfsfólki fyrirtækisins tekist að bera sigur úr bítum í samkeppni við mun stærri og fjárhagslega öflugri framleiendum í Evrópu, Asíu og bandarískum framleiðendum. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Á alþjóðlegu bílaverðlaunahátíðinni World Car Award 2017 (WCA) sem fram fór í New York í vor hreppti sportjeppinn Jaguar F-Pace tvenn mikilvæg verðlaun því bæði kaus 75 manna dómnefnd tuttugu og fjögurra landa F-Pace bíl ársins; 2017 World Car of the Year, og best hannaða bílinn á árinu; World Car Design of the Year. Opinberlega er P-Face því bæði besti og fallegastasti bíllinn á markaðnum í dag! Jaguar F-Pace er um þessar mundir sá bíll Jaguar sem selst í hvað mestu magni um þessar mundir jafnframt því sem hlutdeild hans í sölunni vex hvað hraðast. Þetta á við um flesta markaði en þó einkum og sér í lagi á Evrópumarkaði þar sem aukningin er mest. Jaguar hefur aldrei áður framleitt bíl sem selst hefur í viðlíkum fjölda eintaka og F-Pace. Ralf Speth, forstjóri Jaguar Land Rover, var að vonum ánægður þegar úrslitin voru kynnt. Hann segir að hönnun og val á búnaði í F-Pace hafa það hlutverk að skila miklum afköstum og þægindum til daglegra nota ásamt því sem útlit hans hefði verið ætlað að vekja athygli og aðdáun hvar sem hann væri. Öll meginmarkmiðin með F-Pace hefði tekist að uppfylla eins og móttökur markaðarins vitnuðu um og verðlaunin einnig. Fleiri bílgerðir Jaguar skoruðu hátt á verðlaunahátíðinni í ár. Meðal annars keppti fjórhjóladrifni fólksbíllinn Jaguar XE til úrslita þegar valið stóð um best hannaða bílinn sem F-Pace hreppti þegar upp var staðið. Ian Callum, framkvæmdastjóri hönnunar hjá Jaguar, sagði í þakarræðu sinni í New York að F-Pace væri fyrsti jeppinn sem fyrirtækið hefði framleitt. Þrátt fyrir það færi ekki á milli mála að um Jagurar væri að ræða. Verðlaunin veittu Jaguar því mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut og leita fleiri nýrra tækifæra á markaðnum. Mike Rutherford, framkvæmdastjóri og varaformaður stjórnar WCA, segir að á verðlaunaafhendingunni hefði Jaguar tekist það sem fyrirfram hefði verið talið óhugsandi. Það væri að hafa fyrst hreppt hönnunarverðlaun ársins og síðan að hafa tekist að næla í aðalbikar hátíðarinnar, verðlaun fyrir Bíl ársins. Hann sagði að með F-Pace hefði breska bílaframleiðandanum og stoltu og hæfu starfsfólki fyrirtækisins tekist að bera sigur úr bítum í samkeppni við mun stærri og fjárhagslega öflugri framleiendum í Evrópu, Asíu og bandarískum framleiðendum.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent