Lífið

Leikstjóri Rocky og Karate Kid fallinn frá

Kjartan Kjartansson skrifar
Kvikmyndaleikstjórinn John Avildsen.
Kvikmyndaleikstjórinn John Avildsen. Vísir/AFP
Óskarsverðlaunahafinn John G. Avildsen sem leikstýrði Rocky og Karate Kid er látinn 81 árs að aldri. Banamein Avildsen var briskirtilskrabbamein.

Avildsen hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina um hnefaleikakappann Rocky sem Sylvester Stallone túlkaði. Myndin varð sú tekjuhæsta árið 1976 þrátt fyrir að hún hafi verið gerð af litlum efnum, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rocky hlaut einnig Óskarsverðlaun sem besta myndin.

Leikstjórinn átti einnig heiðurinn af þríleiknum um Karate-strákinn sem naut mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar.

Stallone minntist Avildsen á Instagram og sagðist fullviss um að hann myndi leikstýra stórmyndum á himnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×