Borgin vill samstarf við Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Íbúðagisting hefur aukist verulega í Reykjavík undanfarin ár, samhliða auknum ferðamannastraumi til landsins. Vísir/Anton Brink Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira