Borgin vill samstarf við Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Íbúðagisting hefur aukist verulega í Reykjavík undanfarin ár, samhliða auknum ferðamannastraumi til landsins. Vísir/Anton Brink Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira