Lífið

Fólkið á Solstice: Frá Alabama í leit að einum, jafnvel tveimur íslenskum víkingum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Terri (t.h.) og Nicole eru sannkallaðir stuðboltar.
Terri (t.h.) og Nicole eru sannkallaðir stuðboltar. Vísir
Þeir gerast varla hressari gestirnir á Secret Solstice en vinkonurnar Terri og Nicole frá Alabama í Bandaríkjunum. Stelpurnar eru mætttar til að skemmta sér, hlusta á tónlist og jafnvel hitta sæta stráka, víkinga.

„Ég er svo spennt,“ segir Terri sem er mikill aðdáandi Chaka Khan sem spilaði á Valhallarsviðinu í gærkvöldi. „Ég er meira að segja mætt með Chaka Khan hárið mitt.“

Vinkonurnar voru nýlentar og komu svo til beint í Laugardalinn eftir flugið frá Bandaríkjunum. Þær hafa engar áhyggjur af þotuþreytu vegna tímamismunar.

„Þú sefur þegar þú ert dauður,“ segja þær og skella upp úr. Þeim finnst dagskráin á Solstice afar góð og það hafi verið stóra ástæða þess að þær skelltu sér til Íslands. Þær ætla að kafa í Silfru, hafa nýverið sótt sér köfunarréttindi til þess, og svo er Bláa lónið og miðnætursól á óskalistanum.

Aðspurðar hvort kærastarnir hafi verið skildir eftir heima segjast þær einhleypar.

„Ég er að leita að víkingi,“ segir Terri. „Hann á helst að heita Leifur,“ segir Nicole er ekki jafnafdráttarlaus varðandi möguleika á rómantískri helgi og víkingaleit.

„Ef hún vill ekki víking þá tek ég tvo,“ segir Terri og hlær.

Viðtalið við þær Terri og Nicole má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.