Toyota á ráspól í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 09:28 Það verða tveir Toyota bílar fremstir í ræsingunni í Le Mans um helgina. Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent