Jökullinn logar vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í New York Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 17:46 Frá EM í Frakklandi í fyrra en Jökullinn logar fjallar um aðdragandann og undirbúninginn fyrir mótið. vísir/vilhelm Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein