Lífið

Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám

Stefán Árni Pálsson skrifar
DeMario Jackson og Corinne Olympios eru mikið í fjölmiðlunum ytra um þessar mundir.
DeMario Jackson og Corinne Olympios eru mikið í fjölmiðlunum ytra um þessar mundir.
Raunveruleikaþættirnir Bachelor In Paradise eru mikið í fjölmiðlunum í vestanhafs um þessar mundir. Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum.

DeMario Jackson og Corinne Olympios eru þátttakendur í Bachelor In Paradise og snýst málið um atvik sem átti sér stað eitt kvöldið í sundlaug við hótelið þar sem hópurinn gistir í Mexíkó.

Bæði eiga þau að hafa verið nakinn í lauginni og náðist myndbandsupptaka af þeim í kynlífsathöfnum.

Corinne Olympios segir í samtali við TMZ að hún hafi verið allt of ölvuð og segir hún að framleiðendur þáttanna hafa átt að vernda hana betur. Hún segist ekki hafa samþykkt að stunda kynlíf með Jackson.

Hann segist þó í samtali við fjölmiðla hafa ekkert að fela og vill að að upptökurnar verði gerðar opinberar.

Stjórnendur þáttanna eiga að hafa tekið þá ákvörðun að setja tökurnar á ís tímabundið en þær hafa staðið yfir síðustu daga. Forsvarsmenn Bachelor in Paradise vilja ekki staðfesta hvort tökum sé lokið, en miðlarnir vestanhafs hafa það eftir öruggum heimildum. 

Bachelor in Paradice fjalla um fyrrum keppendur úr þáttunum The Bachelor og The Bachelorette sem hafa ekki ennþá fundið ástina. Keppendurnir ferðast til Mexíkó þar sem tökur fara fram en markmiðið er að finna ástina á ný.

Allir búa saman í Paradísarhöll og í hverri viku koma nýir keppendur sem geta ógnað þeim samböndum sem hafa nú þegar byrjað að myndast. Engin er öruggur um dvöl sína í paradís þar sem reglulegar Rósa-afhendingar ráða því hverjir verða áfram eða fara heim í ástarsorg.

Hér má sjá skýringu um málið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.