Skotsilfur: Skipar Guðjón, Ómar til Íslandsbanka, Kvika vildi ALDA Ritstjórn skrifar 16. júní 2017 09:00 Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Mynd/aðsend Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar. Markaðir Skotsilfur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar.
Markaðir Skotsilfur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira