Amazon selur Fiat bíla á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 12:28 Hægt er að kaupa Fiat bíla á netversluninni Amazon og brátt fleiri gerðir og það í fleiri löndum. Netverslunin Amazon er að hasla sér völl í sölu bíla og hefur þegar hafið söu Fiat bíla á Ítalíu. Amazon stefnir þó á frekari landvinninga og ætlar að selja bíla á vef sínum í fleiri löndum Evrópu. Í þessu augnamiði hefur Amazon stofnað sérstaka skrifstofu sem heldur utan um bílasölu fyrirtækisins og er hún staðsett í Luxemburg. Næst í röðinni er að selja bíla í Bretlandi. Hvort meiningin er að selja aðeins nýja bíla, eða notaða að auki er ekki ljóst. Amazon hefur að undanförnu ráðið marga sérfræðinga með mikla þekkingu á bílasölu og ætlar sér greinilega stóra hluti á bílasölumarkaði. Engar yfirlýsingar um bílasölu á vegum Amazon hafa enn borist frá fyrirtækinu og svo virðist sem Amazon virði fara lágt með þessa nýju starfsemi sína. Amazon hefur í nokkurn tíma selt einar 3 gerðir Fiat bíla á vef sínum og greindi frá því við upphaf sölu á þeim. Nú býðst fólki einnig að leigja þessa Fiat bíla og því orðið val um kaup eða leigu í gegnum vef Amazon. Amazon hefur boðið bílavarahluti á vef sínum fyrir Bandaríkjamarkað með loforði um afhendingu samdægurs. Amazon býður meðal annars bílavarahluti frá Bosch Automotive Aftermarket, sem er undirfyrirtæki Bosch og hefur það viðskiptasamband staðið í næstum 10 ár. Amazon er því alls ekki ókunnugt bílageiranum, en ætlar sér stærri hluti þar á næstunni. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent
Netverslunin Amazon er að hasla sér völl í sölu bíla og hefur þegar hafið söu Fiat bíla á Ítalíu. Amazon stefnir þó á frekari landvinninga og ætlar að selja bíla á vef sínum í fleiri löndum Evrópu. Í þessu augnamiði hefur Amazon stofnað sérstaka skrifstofu sem heldur utan um bílasölu fyrirtækisins og er hún staðsett í Luxemburg. Næst í röðinni er að selja bíla í Bretlandi. Hvort meiningin er að selja aðeins nýja bíla, eða notaða að auki er ekki ljóst. Amazon hefur að undanförnu ráðið marga sérfræðinga með mikla þekkingu á bílasölu og ætlar sér greinilega stóra hluti á bílasölumarkaði. Engar yfirlýsingar um bílasölu á vegum Amazon hafa enn borist frá fyrirtækinu og svo virðist sem Amazon virði fara lágt með þessa nýju starfsemi sína. Amazon hefur í nokkurn tíma selt einar 3 gerðir Fiat bíla á vef sínum og greindi frá því við upphaf sölu á þeim. Nú býðst fólki einnig að leigja þessa Fiat bíla og því orðið val um kaup eða leigu í gegnum vef Amazon. Amazon hefur boðið bílavarahluti á vef sínum fyrir Bandaríkjamarkað með loforði um afhendingu samdægurs. Amazon býður meðal annars bílavarahluti frá Bosch Automotive Aftermarket, sem er undirfyrirtæki Bosch og hefur það viðskiptasamband staðið í næstum 10 ár. Amazon er því alls ekki ókunnugt bílageiranum, en ætlar sér stærri hluti þar á næstunni.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent