Lífið

Nýtt íslenskt „boyband“ skipað skeggjuðum gleraugnaglámum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meðlimir Never2L8 eru samhæfðir í myndbandi sínu við lagið Where's My Destiny.
Meðlimir Never2L8 eru samhæfðir í myndbandi sínu við lagið Where's My Destiny. Skjáskot
Hin nýstofnaða íslenska strákahljómsveit Never2L8 vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í styrktarþætti UNICEF, Degi rauða nefsins, sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Á meðal meðlima sveitarinnar eru grínistinn og myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson og sagnfræðingurinn Stefán Pálsson.

Í innslagi Never2L8 á Degi rauða nefsins segjast meðlimir sveitarinnar strax hafa náð mjög vel saman. Þeir eru flestir nokkuð eldri en gengur og gerist í „boyband“-bransanum og þá fleygði Hugleikur Dagsson því fram að hugtakið „manband“ ætti ef til vill betur við sveitina.

Hér má sjá innslag Never2L8 úr dagskrá Dags rauða nefsins frá því í gær en myndband við lag strákanna, Where‘s My Destiny, var einnig sýnt. Í myndbandinu stíga hljómsveitarmeðlimir samhæfð dansspor í hvítum alklæðnaði, eins og sönnum „boyband“-strákum sæmir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×