Hafa nostrað við hvern fermetra Guðný Hrönn skrifar 10. júní 2017 10:00 María Gomez og eiginmaður hennar, Ragnar Már Reynisson, eiga afar fallegt heimili. VÍSIR/ANTON BRINK Bloggarinn María Gomez býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra í glæsilegu húsi á Álftanesi. Húsið hafa þau verið að taka í gegn frá a til ö síðan þau fluttu inn og útkoman er afar flott. „Fyrir ári þurftum við að stækka við okkur þar sem það bættist mjög ört í barnahópinn en við eignuðumst börn árin 2013, 2014 og 2015. Fyrir áttum við stelpu fædda 1999 og var þessi stóra viðbót hálfgert áfall fyrir hana sem var einbirni í 13 ár,“ segir María. Upphaflegt plan var að flytja í Garðabæinn en hlutirnir þróuðust og fjölskyldan endaði á að kaupa hús á Álftanesi. „Úr varð að við keyptum þetta hús sem við svo gerðum alveg upp frá a til ö á mjög skynsaman og hagkvæman hátt. Allt var selt sem hægt var að selja og það nýtt sem hægt var að nýta og betrumbæta. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með að hafa keypt hér á Álftanesinu og líður okkur mjög vel hérna og í húsinu,“ segir María sem heldur úti blogginu paz.is. Þar bloggar hún m.a. um heimili og hönnun. Bláa hrærivélin setur skemmtilegan svip á eldhúsið.VÍSIR/ANTON BRINKHugmyndin að blogginu kviknaði hjá Maríu þegar hún var sjálf að skoða erlend blogg í leit að hugmyndum fyrir nýja heimilið. „Þá langaði mig að fara að blogga um breytingarnar á húsinu okkar til að miðla til fólks hugmyndum og hvernig fara skal að í framkvæmdum. Ég gekk með blogghugmyndina í maganum í heilt ár áður en ég lét tilleiðast og stofnaði bloggið paz.is í apríl,“ segir María. Þess má geta að heiti bloggsins er vísun í nafn ömmu hennar. „Nafnið Paz er nafnið á spænsku ömmu minni og mér fannst það passa flott fyrir vefinn en ég kem einnig inn á spænska menningu og mat á blogginu.“ Spurð út í stílinn sem einkennir heimilið segir María: „Hann er klárlega skandinavískur með hlýlegu ívafi. Ég er með mikið af ljósum húsgögnum og er mikið fyrir gærur, plaköt, teppi og púða. Svo finnst mér æðislegt að vera með plöntur til að lífga upp á heimilið. En það er alveg á mörkunum að vera orðið of mikið af þeim hér á heimilinu.“Grænar plöntur er að finna víða á heimilinu.VÍSIR/ANTON BRINKMaría á erfitt með að velja uppáhaldsrýmið sitt en það fyrsta sem kemur upp í hugann er hjónaherbergið, það rými er hún búin að nostra mikið við.„Svo er ég líka mjög ánægð með útkomuna á barnaherbergjunum svo það er alveg smá erfitt að velja. Ætli sólstofan sé ekki samt í mestu uppáhaldi.“ María kaupir húsgögn og stofustáss úr öllum áttum. „Ég er alls ekkert föst við einhverja eina verslun. Húsgögnin í borðstofunni eru t.d. úr Pennanum og Ilva en ég hef verslað soldið mikið í Ilva og er mjög ánægð með þjónustuna þar. Svo eru innanstokksmunir héðan og þaðan. Meðal annars úr Pennanum, Epal og Söstrene Grene. Myndir og plaköt hef ég bæði verið að panta af netinu og kaupa hjá Reykjavík Bútik.“ María er handlagin og hefur gaman af því að dunda sér þegar kemur að heimilinu. „Ég gerði borðplöturnar í eldhúsinu sjálf en þær málaði ég eins og marmara. Ég skrifað færslu um það á blogginu hvernig á að gera það frá a til ö. Ég reyni síðan að púkka upp á hluti sem mig langar að gefa nýtt líf. Við notum t.d. sprey mjög mikið til að gefa hlutum nýtt útlit og spreyjuðum t.d. blómapotta, myndaramma, hreindýrahausinn okkar og margt fleira,“ segir María að lokum. Áhugasamir finna Instagram-síðu bloggs Maríu undir notendanafninu Paz.is. Hurðarhúnarnir áttu að fara í ruslið en María og Ragnar ákváðu svo að spreyja þá svarta og þetta er útkoman.VÍSIR/ANTON BRINKGrátt, svart og fölbleikt einkennir svefnherbergi hjónanna.VÍSIR/ANTON BRINKFrönsku hurðarnar í stofunni eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en Maríu hafði dreymt um svona hurðar í mörg ár.VÍSIR/ANTON BRINKFagurkerum er bent á að skoða Instagram-síðuna sem María heldur úti, notandanafnið er paz.is.VÍSIR/ANTON BRINKEitt af nokkrum barnaherbergjum heimilisins.VÍSIR/ANTON BRINKSkópör, ljósmyndir og grænar plöntur spila skemmtilega saman í þessu horni.VÍSIR/ANTON BRINK Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Bloggarinn María Gomez býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra í glæsilegu húsi á Álftanesi. Húsið hafa þau verið að taka í gegn frá a til ö síðan þau fluttu inn og útkoman er afar flott. „Fyrir ári þurftum við að stækka við okkur þar sem það bættist mjög ört í barnahópinn en við eignuðumst börn árin 2013, 2014 og 2015. Fyrir áttum við stelpu fædda 1999 og var þessi stóra viðbót hálfgert áfall fyrir hana sem var einbirni í 13 ár,“ segir María. Upphaflegt plan var að flytja í Garðabæinn en hlutirnir þróuðust og fjölskyldan endaði á að kaupa hús á Álftanesi. „Úr varð að við keyptum þetta hús sem við svo gerðum alveg upp frá a til ö á mjög skynsaman og hagkvæman hátt. Allt var selt sem hægt var að selja og það nýtt sem hægt var að nýta og betrumbæta. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með að hafa keypt hér á Álftanesinu og líður okkur mjög vel hérna og í húsinu,“ segir María sem heldur úti blogginu paz.is. Þar bloggar hún m.a. um heimili og hönnun. Bláa hrærivélin setur skemmtilegan svip á eldhúsið.VÍSIR/ANTON BRINKHugmyndin að blogginu kviknaði hjá Maríu þegar hún var sjálf að skoða erlend blogg í leit að hugmyndum fyrir nýja heimilið. „Þá langaði mig að fara að blogga um breytingarnar á húsinu okkar til að miðla til fólks hugmyndum og hvernig fara skal að í framkvæmdum. Ég gekk með blogghugmyndina í maganum í heilt ár áður en ég lét tilleiðast og stofnaði bloggið paz.is í apríl,“ segir María. Þess má geta að heiti bloggsins er vísun í nafn ömmu hennar. „Nafnið Paz er nafnið á spænsku ömmu minni og mér fannst það passa flott fyrir vefinn en ég kem einnig inn á spænska menningu og mat á blogginu.“ Spurð út í stílinn sem einkennir heimilið segir María: „Hann er klárlega skandinavískur með hlýlegu ívafi. Ég er með mikið af ljósum húsgögnum og er mikið fyrir gærur, plaköt, teppi og púða. Svo finnst mér æðislegt að vera með plöntur til að lífga upp á heimilið. En það er alveg á mörkunum að vera orðið of mikið af þeim hér á heimilinu.“Grænar plöntur er að finna víða á heimilinu.VÍSIR/ANTON BRINKMaría á erfitt með að velja uppáhaldsrýmið sitt en það fyrsta sem kemur upp í hugann er hjónaherbergið, það rými er hún búin að nostra mikið við.„Svo er ég líka mjög ánægð með útkomuna á barnaherbergjunum svo það er alveg smá erfitt að velja. Ætli sólstofan sé ekki samt í mestu uppáhaldi.“ María kaupir húsgögn og stofustáss úr öllum áttum. „Ég er alls ekkert föst við einhverja eina verslun. Húsgögnin í borðstofunni eru t.d. úr Pennanum og Ilva en ég hef verslað soldið mikið í Ilva og er mjög ánægð með þjónustuna þar. Svo eru innanstokksmunir héðan og þaðan. Meðal annars úr Pennanum, Epal og Söstrene Grene. Myndir og plaköt hef ég bæði verið að panta af netinu og kaupa hjá Reykjavík Bútik.“ María er handlagin og hefur gaman af því að dunda sér þegar kemur að heimilinu. „Ég gerði borðplöturnar í eldhúsinu sjálf en þær málaði ég eins og marmara. Ég skrifað færslu um það á blogginu hvernig á að gera það frá a til ö. Ég reyni síðan að púkka upp á hluti sem mig langar að gefa nýtt líf. Við notum t.d. sprey mjög mikið til að gefa hlutum nýtt útlit og spreyjuðum t.d. blómapotta, myndaramma, hreindýrahausinn okkar og margt fleira,“ segir María að lokum. Áhugasamir finna Instagram-síðu bloggs Maríu undir notendanafninu Paz.is. Hurðarhúnarnir áttu að fara í ruslið en María og Ragnar ákváðu svo að spreyja þá svarta og þetta er útkoman.VÍSIR/ANTON BRINKGrátt, svart og fölbleikt einkennir svefnherbergi hjónanna.VÍSIR/ANTON BRINKFrönsku hurðarnar í stofunni eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en Maríu hafði dreymt um svona hurðar í mörg ár.VÍSIR/ANTON BRINKFagurkerum er bent á að skoða Instagram-síðuna sem María heldur úti, notandanafnið er paz.is.VÍSIR/ANTON BRINKEitt af nokkrum barnaherbergjum heimilisins.VÍSIR/ANTON BRINKSkópör, ljósmyndir og grænar plöntur spila skemmtilega saman í þessu horni.VÍSIR/ANTON BRINK
Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira