Alls voru 17 mörk skoruð í leikjunum fimm í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta.
Valur varð fyrstur til að taka stig af Þór/KA þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli á Valsvellinum.
Breiðablik minnkaði forskot Þórs/KA á toppnum niður í fjögur stig með stórsigri á FH, 5-0. Breiðablik og Þór/KA mætast í næstu umferð og með sigri í þeim leik minnka Blikar forskot norðanstúlkna niður í aðeins eitt stig.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk þegar Stjarnan rústaði botnliði Hauka, 5-0.
Stjarnan er í 3. sæti með 22 stig, jafn mörg og ÍBV sem lagði KR að velli með tveimur mörkum Cloé Lacasse.
Þá vann Grindavík gríðarlega mikilvægan sigur á Fylki í botnbaráttunni. Nú munar fimm stigum á þessum liðum.
Öll 17 mörkin úr 10. umferðinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu mörkin hennar Hörpu og öll hin úr 10. umferðinni | Myndband
Tengdar fréttir
Risasigur hjá Grindvíkingum
Grindavík vann afar mikilvægan sigur, 2-1, á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Harpa komin í gang
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir var í stuði á afmælisdegi sínum og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í stórsigri á Haukum.
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | Cloé Lacasse sá um KR-inga
ÍBV gefur ekkert eftir og vann góðan sigur í Vesturbænum.
Fyrstu töpuðu stigin hjá Þór/KA
Eftir að hafa unnið níu fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna kom að því að Þór/KA tapaði stigum.