Lífið

Serena Williams berar bumbuna á forsíðu Vanity Fair

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum.
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum. Vísir/AFP
Tennisstjarnan Serena Williams situr fyrir á forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið rekur hún ástarsögu sína og unnusta síns, Alexis Ohanian, en þau eiga von á barni í haust.

Williams birti forsíðumyndina á Instagram-síðu sinni fyrr í dag. Á myndinni hefur tennisstjarnan bera óléttubumbuna í forgrunni.

Ástarsamband Williams og unnustans, Alexis Ohanian, er enn fremur í aðalhlutverki í viðtalinu við Vanity Fair. Williams og Ohnaian, sem helst hefur getið sér það til frægðar að hafa stofnað vefsíðuna Reddit, kynntust í Róm höfuðborg Ítalíu árið 2015.

Serena Williams hefur unnið 23 meistaramót í tennis á ferli sínum sem spannar nú nærri þrjá áratugi. Hún er jafnan talin einn farsælasti íþróttamaður í heimi.

Barnið, sem hún ber nú undir belti, er fyrsta barn hennar og Alexis Ohnaian.

Hér að neðan má sjá myndina umræddu sem prýðir nú forsíðu Vanity Fair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.