Andri Rúnar Bjarnason, annar markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og stjarna spútnikliðs Grindavíkur, segist ekki hafa gert sér almennilega grein fyrir því fyrr en síðastliðið haust hversu langt hann gæti náð.
Andri Rúnar er 26 ára Bolvíkingur og hefur slegið í gegn í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann hefur skorað níu mörk fyrir nýliða Grindavíkur sem eru óvænt í toppbaráttu deildarinnar.
Hann var í viðtali í þættinum 1 á 1 sem birtist á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið en hluti þess var sýndur í Ísland í sumar á Stöð 2 í gærkvöldi. Það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Andri Rúnar átti erfitt með að fóta sig í efstu deild áður en hann kom til Grindavíkur og einsetti sér að bæta sig sem knattspyrnumaður.
„Ég áttaði mig ekki almennilega á því hvað ég gæti gert. Það var í raun ekki fyrr en í haust fyrr en í haust að ég átta mig fullkomlega á því,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu.
Íslenski boltinn