Langfallegasti Gló-staðurinn er í Danmörku Guðný Hrönn skrifar 27. júní 2017 09:30 Solla hélt foropnun fyrir dönsku pressuna á dögunum og þá myndaðist mikil spenna. Mynd/Klix Kommunikation Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“ Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“
Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira