Serena biður McEnroe um að láta hana í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 08:00 Serena Williams er líklega besta tenniskona sögunnar. Vísir/Getty Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli. McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki. Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi. McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams. „Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe. „Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“ Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.Dear John, I adore and respect you but please please keep me out of your statements that are not factually based. — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017I've never played anyone ranked "there" nor do I have time. Respect me and my privacy as I'm trying to have a baby. Good day sir — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe. „Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov. Tennis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli. McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki. Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi. McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams. „Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe. „Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“ Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.Dear John, I adore and respect you but please please keep me out of your statements that are not factually based. — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017I've never played anyone ranked "there" nor do I have time. Respect me and my privacy as I'm trying to have a baby. Good day sir — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe. „Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov.
Tennis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti