Harry Potter 20 ára: Galdrastrákurinn sem lifði af og mótaði heila kynslóð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2017 13:15 Fyrsta bókin um Harry Potter kom út þann 26. júní árið 1997 og töfraði heila kynslóð upp úr skónum. Vísir/Getty 20 ár eru í dag síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út. J.K. Rowling fékk hugmyndina að sögunni um munaðarleysingjann sem þurfti að bjarga heiminum í lest á milli London til Manchester. Handritið að bókinni var tilbúið árið 1995 en bókin kom ekki út fyrr en 1997. Flestir útgefendur höfðu litla trú á sögunni en forlagið Bloomsbury tók hana upp á sína arma og kom Harry Potter og viskusteinninn út þann 26. júní árið 1997. Fyrsta upplagið var einungis 500 eintök.20 years ago today a world that I had lived in alone was suddenly open to others. It's been wonderful. Thank you.#HarryPotter20— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2017 Síðan þá hafa yfir 450 milljón eintök selst af bókunum um Harry Potter, drenginn sem lifði af. Átta kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum, eitt leikrit, fjórir skemmtigarðar, auk þess sem hægt er að fara og skoða leikmyndir kvikmyndanna í Harry Potter Studios í Leavesden-kvikmyndaverinu í London.Bækurnar sem kenndu kynslóð að lesa Barnabækur voru til löngu fyrir tíð Harry Potter og þó að fréttir af dvínandi læsi ungra barna dynji á landsmönnum ár hvert er ekki hægt að þræta fyrir það að börn, ungmenni og fullorðnir um allan heim tættu í sig bækurnar sjö um Harry Potter, sem alls voru 3881 blaðsíða. Þegar þriðja bókin, Harry Potter og fanginn frá Azkaban, kom út árið 1999 var útgáfan höfð klukkan 15:45 til að koma í veg fyrir að börn á Englandi og Wales skrópuðu í skóla til að nálgast sitt eintak. Þegar fjórða bókin kom út árið 2000 kom hún út á miðnætti í öllum útgáfulöndum, eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður, svo þær væru aðgengilegar öllum lesendum á sama tíma og að enginn myndi spilla söguþræðinum fyrir öðrum. Söguþráðurinn var raunar svo mikið leyndarmál að ekki einu sinni þýðendur fengu sín eintök í hendurnar fyrr en enska útgáfan var komin í sölu. Bækur sem voru ætlaðar börnum og unglingum fengu einnig aukið vægi í kjölfar útgáfunnar, enda vildu allir útgefendurnir sem höfðu hafnað Rowling nú fá bita af kökunni. Bækurnar um Artemis Fowl, Eragon, The Spiderwick Chronicles og A Series of Unfortunate Events voru allar tilraun til að verða „hin næsta Harry Potter.“ Í seinni tíð má bæta við Hungurleikunum (The Hunger Games) og Twilight sem áttu hug ungs fólks en engin sería náði þó sömu fótfestu og Potter.Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger.Vísir/GettyÁtta kvikmyndir voru gerðar úr bókunum sjö sem gerðu þrjú bresk ungmenni að kvikmyndastjörnum, þau Daniel Radcliffe, Emmu Watson og Rupert Grint. Þar til nýlega voru kvikmyndirnar um Harry Potter söluhæsta kvikmyndasería sögunnar. Alls hafa myndirnar þénað 7,7 milljarða Bandaríkjadala eða sem nemur tæpum 800 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef kvikmyndirnar eru alls 1180 mínútur hefur hver einasta mínúta kvikmyndanna þénað um 680 milljónir. Áttunda og síðasta myndin, Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 sem kom út árið 2011, er söluhæsta myndin í seríunni og þénaði 1,34 milljarða Bandaríkjadala. Hún er áttunda söluhæsta kvikmynd allra tíma. Serían eru nú kölluð Galdraheimur J.K. Rowling (JK Rowling‘s Wizarding World) og er enn verið að framleiða kvikmyndir byggðar á hugarheimi hennar. Í nóvember 2016 kom út myndin Fantastic Beasts and Where to Find Them, en titill myndarinnar vísar í kennslubók um galdraverur sem birtist í bókunum og leyfir áhorfendum að fylgjast með höfundinum eltast við galdraverur. Til stendur að gera fimm kvikmyndir um ævintýri galdradýrafræðingsins Newt Scamander og galdraveranna hans.Stiklu fyrir Fantastic Beasts and Where to Find Them má sjá hér fyrir neðan.Þegar allt kemur til alls voru bækurnar um Harry Potter saga af baráttu hins góða við hið illa. Þó að marga hafi dreymt um að vera í heimavistarskóla eins og Hogwarts, með nett ruglaða kennara að læra að gera galdrabrögð var megininntak bókanna að ástin sigri hatur. Í galdraheiminum voru til dæmis þrjár ófyrirgefanlegar bölvanir sem voru svo slæmar að þær þýddu lífstíðar fangelsisvist, en ekkert vann bug á þeim nema skilyrðislaus ást. Voldemort, sá sem má ekki nefna, var eins konar holdgervingur alls ills og gat ekki fundið til væntumþykju. Hann vildi hreinsa heiminn af galdramönnum sem ekki voru með „hreint blóð,“ sem áttu annað foreldri sem ekki var galdramaður. Bækurnar voru alltaf pólitískar og oft óvenju fullorðinslegar miðað við hve ungur lesendahópurinn var. Enda er það einn af göldrum bókanna að það var aldrei talað niður til barnanna sem lásu þær. Pólitíkina má svo eflaust rekja til höfundarins sjálfs, en J.K. Rowling hefur aldrei verið hrædd við að viðra skoðanir sínar.How horrible. Voldemort was nowhere near as bad. https://t.co/hFO0XmOpPH— J.K. Rowling (@jk_rowling) December 8, 2015 J.K. Rowling er eflaust ein ástæða þess að bækurnar ná enn að tóra í deiglunni þó að tíu ár séu liðin frá því að sú síðasta kom út. Hún er dugleg við að gefa lesendum nýjar upplýsingar um töfraheiminn. Í síðustu viku sagði hún til dæmis frá því á Twitter síðu sinni að það séu í raun til tveir galdramenn með nafnið Harry Potter, hinn væri forfaðir söguhetjunnar. Þá hefur hún í gegnum tíðina látið það flakka að hún telji að Harry og Hermione hefðu átt að enda saman, í stað Ron og Hermione og að hún sjái mikið eftir nokkrum persónum sem dóu í baráttu hins góða við hið illa. Þá hefur hún lengi þurft að verja hinn umdeilda og erfiða Severus Snape sem gerði Harry lífið leitt í Hogwarts.Töfrar á samfélagsmiðlum Facebook heldur upp á afmæli galdrastráksins eins og margir aðrir. Ef orðin Harry Potter, Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw eða Slytherin eru slegin inn í færlu eða athugasemd á samfélagsmiðlinum breyta orðin um lit og töfrastafur birtist á skjánum sem skýtur stjörnum. Á Twitter birtast hringlótt gleraugu ef notað er kassamerkið #HarryPotter20.Introducing a new Twitter emoji celebrating the 20th anniversary of Harry Potter and the Philosopher's Stone! #HarryPotter20 pic.twitter.com/9ueEBjCZon— Harry Potter Film (@HarryPotterFilm) June 26, 2017 Harry Potter í tölum1180: Mínútur sem tekur að horfa á allar kvikmyndirnar um Harry Potter.153: Mínútur að lengd sjöttu kvikmyndarinnar, Harry Potter og blendingsprinsinn. Það gera 2 klukkustundir og 33 mínútur.158: Fjöldi persóna sem talið er að hafi dáið í bókunum.4,224: Blaðsíðufjöldi allra bókanna í heild samkvæmt vef Scholastic.8.3 milljónir: Fjöldi eintaka sem seldust af fimmtu bókinni, Harry Potter og dauðadjásnin, á fyrsta sólarhring eftir útgáfu þann 16. júlí 2005. Einu sinni var... Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
20 ár eru í dag síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út. J.K. Rowling fékk hugmyndina að sögunni um munaðarleysingjann sem þurfti að bjarga heiminum í lest á milli London til Manchester. Handritið að bókinni var tilbúið árið 1995 en bókin kom ekki út fyrr en 1997. Flestir útgefendur höfðu litla trú á sögunni en forlagið Bloomsbury tók hana upp á sína arma og kom Harry Potter og viskusteinninn út þann 26. júní árið 1997. Fyrsta upplagið var einungis 500 eintök.20 years ago today a world that I had lived in alone was suddenly open to others. It's been wonderful. Thank you.#HarryPotter20— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2017 Síðan þá hafa yfir 450 milljón eintök selst af bókunum um Harry Potter, drenginn sem lifði af. Átta kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum, eitt leikrit, fjórir skemmtigarðar, auk þess sem hægt er að fara og skoða leikmyndir kvikmyndanna í Harry Potter Studios í Leavesden-kvikmyndaverinu í London.Bækurnar sem kenndu kynslóð að lesa Barnabækur voru til löngu fyrir tíð Harry Potter og þó að fréttir af dvínandi læsi ungra barna dynji á landsmönnum ár hvert er ekki hægt að þræta fyrir það að börn, ungmenni og fullorðnir um allan heim tættu í sig bækurnar sjö um Harry Potter, sem alls voru 3881 blaðsíða. Þegar þriðja bókin, Harry Potter og fanginn frá Azkaban, kom út árið 1999 var útgáfan höfð klukkan 15:45 til að koma í veg fyrir að börn á Englandi og Wales skrópuðu í skóla til að nálgast sitt eintak. Þegar fjórða bókin kom út árið 2000 kom hún út á miðnætti í öllum útgáfulöndum, eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður, svo þær væru aðgengilegar öllum lesendum á sama tíma og að enginn myndi spilla söguþræðinum fyrir öðrum. Söguþráðurinn var raunar svo mikið leyndarmál að ekki einu sinni þýðendur fengu sín eintök í hendurnar fyrr en enska útgáfan var komin í sölu. Bækur sem voru ætlaðar börnum og unglingum fengu einnig aukið vægi í kjölfar útgáfunnar, enda vildu allir útgefendurnir sem höfðu hafnað Rowling nú fá bita af kökunni. Bækurnar um Artemis Fowl, Eragon, The Spiderwick Chronicles og A Series of Unfortunate Events voru allar tilraun til að verða „hin næsta Harry Potter.“ Í seinni tíð má bæta við Hungurleikunum (The Hunger Games) og Twilight sem áttu hug ungs fólks en engin sería náði þó sömu fótfestu og Potter.Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger.Vísir/GettyÁtta kvikmyndir voru gerðar úr bókunum sjö sem gerðu þrjú bresk ungmenni að kvikmyndastjörnum, þau Daniel Radcliffe, Emmu Watson og Rupert Grint. Þar til nýlega voru kvikmyndirnar um Harry Potter söluhæsta kvikmyndasería sögunnar. Alls hafa myndirnar þénað 7,7 milljarða Bandaríkjadala eða sem nemur tæpum 800 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef kvikmyndirnar eru alls 1180 mínútur hefur hver einasta mínúta kvikmyndanna þénað um 680 milljónir. Áttunda og síðasta myndin, Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 sem kom út árið 2011, er söluhæsta myndin í seríunni og þénaði 1,34 milljarða Bandaríkjadala. Hún er áttunda söluhæsta kvikmynd allra tíma. Serían eru nú kölluð Galdraheimur J.K. Rowling (JK Rowling‘s Wizarding World) og er enn verið að framleiða kvikmyndir byggðar á hugarheimi hennar. Í nóvember 2016 kom út myndin Fantastic Beasts and Where to Find Them, en titill myndarinnar vísar í kennslubók um galdraverur sem birtist í bókunum og leyfir áhorfendum að fylgjast með höfundinum eltast við galdraverur. Til stendur að gera fimm kvikmyndir um ævintýri galdradýrafræðingsins Newt Scamander og galdraveranna hans.Stiklu fyrir Fantastic Beasts and Where to Find Them má sjá hér fyrir neðan.Þegar allt kemur til alls voru bækurnar um Harry Potter saga af baráttu hins góða við hið illa. Þó að marga hafi dreymt um að vera í heimavistarskóla eins og Hogwarts, með nett ruglaða kennara að læra að gera galdrabrögð var megininntak bókanna að ástin sigri hatur. Í galdraheiminum voru til dæmis þrjár ófyrirgefanlegar bölvanir sem voru svo slæmar að þær þýddu lífstíðar fangelsisvist, en ekkert vann bug á þeim nema skilyrðislaus ást. Voldemort, sá sem má ekki nefna, var eins konar holdgervingur alls ills og gat ekki fundið til væntumþykju. Hann vildi hreinsa heiminn af galdramönnum sem ekki voru með „hreint blóð,“ sem áttu annað foreldri sem ekki var galdramaður. Bækurnar voru alltaf pólitískar og oft óvenju fullorðinslegar miðað við hve ungur lesendahópurinn var. Enda er það einn af göldrum bókanna að það var aldrei talað niður til barnanna sem lásu þær. Pólitíkina má svo eflaust rekja til höfundarins sjálfs, en J.K. Rowling hefur aldrei verið hrædd við að viðra skoðanir sínar.How horrible. Voldemort was nowhere near as bad. https://t.co/hFO0XmOpPH— J.K. Rowling (@jk_rowling) December 8, 2015 J.K. Rowling er eflaust ein ástæða þess að bækurnar ná enn að tóra í deiglunni þó að tíu ár séu liðin frá því að sú síðasta kom út. Hún er dugleg við að gefa lesendum nýjar upplýsingar um töfraheiminn. Í síðustu viku sagði hún til dæmis frá því á Twitter síðu sinni að það séu í raun til tveir galdramenn með nafnið Harry Potter, hinn væri forfaðir söguhetjunnar. Þá hefur hún í gegnum tíðina látið það flakka að hún telji að Harry og Hermione hefðu átt að enda saman, í stað Ron og Hermione og að hún sjái mikið eftir nokkrum persónum sem dóu í baráttu hins góða við hið illa. Þá hefur hún lengi þurft að verja hinn umdeilda og erfiða Severus Snape sem gerði Harry lífið leitt í Hogwarts.Töfrar á samfélagsmiðlum Facebook heldur upp á afmæli galdrastráksins eins og margir aðrir. Ef orðin Harry Potter, Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw eða Slytherin eru slegin inn í færlu eða athugasemd á samfélagsmiðlinum breyta orðin um lit og töfrastafur birtist á skjánum sem skýtur stjörnum. Á Twitter birtast hringlótt gleraugu ef notað er kassamerkið #HarryPotter20.Introducing a new Twitter emoji celebrating the 20th anniversary of Harry Potter and the Philosopher's Stone! #HarryPotter20 pic.twitter.com/9ueEBjCZon— Harry Potter Film (@HarryPotterFilm) June 26, 2017 Harry Potter í tölum1180: Mínútur sem tekur að horfa á allar kvikmyndirnar um Harry Potter.153: Mínútur að lengd sjöttu kvikmyndarinnar, Harry Potter og blendingsprinsinn. Það gera 2 klukkustundir og 33 mínútur.158: Fjöldi persóna sem talið er að hafi dáið í bókunum.4,224: Blaðsíðufjöldi allra bókanna í heild samkvæmt vef Scholastic.8.3 milljónir: Fjöldi eintaka sem seldust af fimmtu bókinni, Harry Potter og dauðadjásnin, á fyrsta sólarhring eftir útgáfu þann 16. júlí 2005.
Einu sinni var... Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira