Úrslitin í KPMG bikarnum klár fyrir morgundaginn Elías Orri Njarðarson skrifar 24. júní 2017 18:15 Alfreð Brynjar eftir að hafa komist í úrslitin í KPMG bikarnum. mynd/GSÍ Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands. Golf Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leikið var í 4 manna úrslitum karla og kvenna í KPMG bikarnum í Íslandsmótinu í höggleik í dag en aðstæður í Vestmannaeyjum voru frábærar. Í 4 manna úrslitakeppni kvenna var Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fyrst að tryggja sér sæti í úrslitunum á morgun en Guðrún vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 7/6. Guðrún Brá mætir Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) í úrslitunum eftir að Helga hafði sigrað Önnu Sólveigu Snorradóttur (GK) 4/3. Leikið verður til úrslita í fyrramálið og hefja þær leik á slaginu klukkan 9:00. Anna Sólveig og Hafdís Alda leika því um þriðja sætið og mun leikur þeirra hefjast klukkan 8:40. Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) sigraði Stefán Þór Bogason (GR) 7/5 og mun því leika til úrslita karlamegin í fyrramálið. Egill mun mæta Alfreð Brynjari Kristinssyni (GKG) í úrslitunum en Alfreð sigraði Jóhannes Guðmundsson (GR) 3/2 og mun leikur Egils og Alfreðs hefjast klukkan 8:50 í fyrramálið. Stefán Þór og Jóhannes Guðmundsson munu því berjast um þriðja sætið og leikur þeirra hefst kl 8:30. Upplýsingar af mótinu fengust af twittersíðu Golfsambands Íslands.
Golf Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira