Ekki bannað að láta sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2017 06:00 Agla María býr 200 metrum frá Kópavogsvelli en hlutirnir gengu ekki í Breiðabliki þannig hún endaði í Stjörnunni og er nú á leið á EM í Hollandi. vísir/stefán „Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gærdagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveipur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar.Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokkur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamannabekknum í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrjunarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar væntingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM “ segir hún.Agla María, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum.vísir/stefánAllt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex landsleiki. Agla spilaði ekki leik fyrir meistaraflokks Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skorað mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrúlega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þessari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María.Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnustelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ Riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðunum þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Aron bróðir minn sendi á mig að ég væri í hópnum þannig að ég var bara mjög ánægð. Gærdagurinn var góður,“ segir Agla María Albertsdóttir, kantmaður Stjörnunnar, er hún kjamsar á hollri búrrító við borðstofuborðið heima hjá sér í vesturbæ Kópavogs. Við enda götunnar má sjá Kópavogsvöll og Fífuna, heimavöll Breiðabliks og því eðlilegt að fótboltaferilinn hafi byrjað þar hjá þessari gríðarlega efnilegu fótboltastelpu. „Agla hefur komið sem stormsveipur inn í landsliðið,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er hann kynnti hópinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Hann laug engu. Agla María á aðeins fjóra landsleiki að baki en hún byrjaði þá tvo síðustu og er nú komin í hópinn. Hún er á leið á EM með stelpunum okkar.Beint í byrjunarliðið? „Ég vissi að það væri séns á þessu eftir að ég byrjaði leikinn á móti Brasilíu en maður veit aldrei. Harpa, Hólmfríður og Sandra María og þær allar hafa verið að koma til baka. Ég er bara mjög ánægð með þetta allt saman,“ segir Agla María og bendir móður sinni á að taka út úr ofninum. Fjölskyldan á að sjá um matinn fyrir leikmenn eftir bikarleik Stjörnunnar og Þórs/KA sem fram fór í gær. Nokkur föt af lasagna eru klár til snæðings. Agla María byrjaði á varamannabekknum í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl en var svo í byrjunarliðinu bæði á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu viku. Hún nýtti tækifæri sín vel og miðað við það að Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur eignað sér vinstri kantstöðuna, er komin í nýtt hlutverk hjá íslenska liðinu er opnun fyrir Öglu í byrjunarliðinu á móti Frakklandi. „Auðvitað leyfir maður sér alltaf að dreyma en ég geri bara það sem Freyr vill að ég geri. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Það getur allt farið á einu augnabliki. Ég var því ekkert að gera mér of miklar væntingar til að byrja með en ég er mjög ánægð með að vera að fara á EM “ segir hún.Agla María, sem er fædd árið 1999, er yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum.vísir/stefánAllt fór af stað í Stjörnunni Agla María varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í fyrra en hún er vön að vinna titla. Það gerði hún í stórum stíl í yngri flokkum Breiðabliks þar sem hún vann til dæmis Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem einnig er á leið á sitt fyrsta stórmót. Saman eiga þær sex landsleiki. Agla spilaði ekki leik fyrir meistaraflokks Breiðabliks og fór því í Val fyrir sumarið 2015. „Þetta var ekki að ganga upp í Breiðabliki á þeim tíma. Ég fann að ég þurfti að fara eitthvert annað og fór því í Val. Það var samt bara tímabundið. Ég var ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að vera áfram þar en síðan ákvað ég að fara í Stjörnuna. Ég er mjög ánægð með að hafa gert það,“ segir Agla María sem spilaði sinn fyrsta Pepsi-deildarleik í ágúst 2015 og skoraði sitt fyrsta mark í sama mánuði, aðeins 16 ára gömul. Nú er hún að hætta að vera efnileg þrátt fyrir ungan aldur og þykir einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar; algjört ofurmenni á vængjum sem getur hlaupið úr sér lungun og skorað mörk. „Eftir að ég fór í Stjörnuna fór allt að ganga miklu betur. Það eru ótrúlega góðir þjálfarar í Stjörnunni, Óli og Elli, sem hafa hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á núna. Það er aðalástæðan fyrir þessari spilamennsku hjá mér,“ segir Agla María.Aldrei alveg undirbúin Stjarnan hefur undanfarin ár átt nóg af landsliðskonum og á því er engin breyting. Það hefur hjálpað Öglu að komast inn í hlutina hjá stelpunum okkar. „Það eru alltaf einhverjar Stjörnustelpur í liðinu sem hafa hjálpað mér að komast inn í þetta. Það hefur gert mikið fyrir mig að hafa þær þarna,“ segir hún en á bak við árangurinn í sumar og landsliðssætið er mikil vinna. „Ég myndi segja að ég sé búin að æfa rosalega mikið í vetur. Þetta virðist svo allt hafa smollið í sumar en það er mikil vinna á bak við þetta allt saman.“ Riðillinn sem íslenska liðið er í er ekkert grín. Frakkland, Sviss og Austurríki eru öll mjög góð lið og verður ekki einfalt fyrir okkar stelpur að komast í útsláttarkeppnina. „Þetta er mjög erfiður riðill en mér fannst við sýna það á móti Brasilíu að við getum spilað á móti bestu liðunum þannig að ég hef engar áhyggjur,“ segir Agla María Albertsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira