Valdið man framtíðina Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2017 14:15 Bækur Orðspor Juan Gabriel Vásquez Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir Útgefandi: Benedikt Prentun: Oddi Síðufjöldi: 191 Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson/Dynamo Reykjavík Skopmyndir dagblaða hafa lengi verið einn beittasti broddur gagnrýni á valdhafa um víða veröld. Flest eigum við líka okkar uppáhalds skopmyndateiknara, vitum nákvæmlega hvar teikningar þeirra eru í blöðunum okkar, og bíðum verka þeirra oft með óþreyju þegar mikið gengur á í samfélaginu. Góð skopmynd getur sagt meira en hundrað greinar eða fréttir því beitt háðið er afhjúpandi – snjall skopmyndateiknari kemst í einni mynd og með örfáum orðum að kjarna máls. Mallarino, aðalpersóna skáldsögunnar Orðspor eftir kólumbíska rithöfundinn Juan Gabriel Vásquez, er einmitt slíkur skopmyndateiknari. Goðsögn í lifanda lífi, dýrkaður og dáður af þjóð sem er langþreytt á spilltum stjórnmálamönnum, siðblindum glæpamönnum og máttleysi lýðræðisins í landinu öllu. Mallarino á að baki glæstan feril en ekki alveg eins vel heppnað hjónaband eða fjölskyldulíf enda er vinnan honum köllun. Frægðin og valdið sem vinnunni fylgir er líka umtalsvert sætara en hann vill viðurkenna fyrir sjálfum sér. Líf Mallarinos virðist í fyrstu vera nánast kyrralíf. Dagarnir fastmótaðir og hverfast utan um vinnuna frá degi til dags. En svo kemur að því að Mallarino á að hljóta opinbera upphefð, viðurkenningu frá valdinu til valdsins sem býr í hugarflugi hans og flugbeittum teiknipennanum og þá fer allt að breytast. Einföld saga um vinnusaman skopmyndateiknara tekur aftur og ítrekað óvænta stefnu, engu verður lengur treystandi og vald Mallarinos flýgur jafnvel út fyrir tíma og rúm allt þar til hann man framtíðina. Orðspor býr yfir þeim heillandi eiginleika, sem stundum er að finna í frábærum bókum, að hún spyr langtum fleiri spurninga en hún svarar. Krefur lesandann í sífellu um afstöðu og sviptir svo undan honum fótunum. Rétt eins og góður skopmyndateiknari leikur Vásquez sér að tímasetningu og samhengi og veltir upp óvæntum flötum á valdinu, eðli þess og botnlausri þrá fyrir að næra sig, vaxa og dafna án þess að láta sig varða um afleiðingarnar. Valdinu sem býr yfir þeim eiginleika að muna fram í tímann og vera ekki eins og hið fátæklega minni sem leitar aðeins til baka. Öll sú óvænta framþróun sem á sér stað innan sögunnar er einstaklega haganlega fléttuð og Vásquez mótar úr efniviði sínum einstaklega sjónræna og sterka heild án fyrirhafnar. Orðspor er fantavel skrifuð skáldsaga, stíllinn rismikill, jafnvel ljóðrænn og fallegur á köflum og þýðing Sigrúnar Á. Eiríksdóttur er vönduð og áreynslulaus. Þrátt fyrir að Orðspor sé verk sem er langt að komið þá á sagan ótvírætt erindi inn í íslenskt samfélag og umræðu og full ástæða til þess að gleðjast yfir sjóðheitum suður-amerískum sendingum til íslenskra lesenda.Niðurstaða: Vel skrifuð, einföld en sterk skáldsaga sem spyr margra og áleitinna spurninga. Bókmenntir Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Orðspor Juan Gabriel Vásquez Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir Útgefandi: Benedikt Prentun: Oddi Síðufjöldi: 191 Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson/Dynamo Reykjavík Skopmyndir dagblaða hafa lengi verið einn beittasti broddur gagnrýni á valdhafa um víða veröld. Flest eigum við líka okkar uppáhalds skopmyndateiknara, vitum nákvæmlega hvar teikningar þeirra eru í blöðunum okkar, og bíðum verka þeirra oft með óþreyju þegar mikið gengur á í samfélaginu. Góð skopmynd getur sagt meira en hundrað greinar eða fréttir því beitt háðið er afhjúpandi – snjall skopmyndateiknari kemst í einni mynd og með örfáum orðum að kjarna máls. Mallarino, aðalpersóna skáldsögunnar Orðspor eftir kólumbíska rithöfundinn Juan Gabriel Vásquez, er einmitt slíkur skopmyndateiknari. Goðsögn í lifanda lífi, dýrkaður og dáður af þjóð sem er langþreytt á spilltum stjórnmálamönnum, siðblindum glæpamönnum og máttleysi lýðræðisins í landinu öllu. Mallarino á að baki glæstan feril en ekki alveg eins vel heppnað hjónaband eða fjölskyldulíf enda er vinnan honum köllun. Frægðin og valdið sem vinnunni fylgir er líka umtalsvert sætara en hann vill viðurkenna fyrir sjálfum sér. Líf Mallarinos virðist í fyrstu vera nánast kyrralíf. Dagarnir fastmótaðir og hverfast utan um vinnuna frá degi til dags. En svo kemur að því að Mallarino á að hljóta opinbera upphefð, viðurkenningu frá valdinu til valdsins sem býr í hugarflugi hans og flugbeittum teiknipennanum og þá fer allt að breytast. Einföld saga um vinnusaman skopmyndateiknara tekur aftur og ítrekað óvænta stefnu, engu verður lengur treystandi og vald Mallarinos flýgur jafnvel út fyrir tíma og rúm allt þar til hann man framtíðina. Orðspor býr yfir þeim heillandi eiginleika, sem stundum er að finna í frábærum bókum, að hún spyr langtum fleiri spurninga en hún svarar. Krefur lesandann í sífellu um afstöðu og sviptir svo undan honum fótunum. Rétt eins og góður skopmyndateiknari leikur Vásquez sér að tímasetningu og samhengi og veltir upp óvæntum flötum á valdinu, eðli þess og botnlausri þrá fyrir að næra sig, vaxa og dafna án þess að láta sig varða um afleiðingarnar. Valdinu sem býr yfir þeim eiginleika að muna fram í tímann og vera ekki eins og hið fátæklega minni sem leitar aðeins til baka. Öll sú óvænta framþróun sem á sér stað innan sögunnar er einstaklega haganlega fléttuð og Vásquez mótar úr efniviði sínum einstaklega sjónræna og sterka heild án fyrirhafnar. Orðspor er fantavel skrifuð skáldsaga, stíllinn rismikill, jafnvel ljóðrænn og fallegur á köflum og þýðing Sigrúnar Á. Eiríksdóttur er vönduð og áreynslulaus. Þrátt fyrir að Orðspor sé verk sem er langt að komið þá á sagan ótvírætt erindi inn í íslenskt samfélag og umræðu og full ástæða til þess að gleðjast yfir sjóðheitum suður-amerískum sendingum til íslenskra lesenda.Niðurstaða: Vel skrifuð, einföld en sterk skáldsaga sem spyr margra og áleitinna spurninga.
Bókmenntir Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira