Lífið

Hlegið að klaufskum kajakræðurum í Eyjafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið er eitt það vinsælasta á landinu í dag, en það kom inn á YouTube í október á síðasta ári.
Myndbandið er eitt það vinsælasta á landinu í dag, en það kom inn á YouTube í október á síðasta ári.
Myndband af fjórum ferðamönnum á kajak hér á landi hefur vakið mikla athygli síðasta sólahring.

Um er að ræða myndband sem tekið var í október á síðasta árið þar sem sjá má túrista í vandræðum með að taka af stað á bátnum í Eyjafirðinum.

Það heyrist greinilega á myndatökumanninum að honum er nokkuð skemmt og skilur hann í raun ekki upp né niður hvernig fjórmenningarnir eru að athafna sig. Einhver hefði betur komið og aðstoðað þá fremur en að hlægja að þeim. 

Hér að neðan má sjá þetta myndband og neðst í fréttinni má taka þátt í könnun sem tengist málinu.

Eins og áður segir hefur myndbandið vakið mikla athygli og eru viðbrögðin misjöfn. Sumum finnst þetta óborganlega fyndið, aðrir hafa sterkar skoðanir og hefðu vilja sjá Íslendinga aðstoða fjórmenningana. Hvað finnst þér?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×