Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2017 10:00 Það veiðast margir vænir laxar þessa dagana. Mynd: Árni Baldursson FB Nýjar tölur úr samantekt Landssambands Veiðifélaga á aflabrögðum í laxveiðiánum voru birtar í gær. Það er víst hægt að segja með réttu að óvænta áin á þessum lista sé Þjórsá eða það svæði sem er veitt á í dag við Urriðafoss því þar eru komnir á land 305 laxar á tvær stangir frá opnun sem er ekkert annað en frábær veiði og gaman að sjá hvað þetta nýja svæði er að gera góða hluti. Annars sýnist vönum mönnum þetta vera ágætis byrjun í flestum ánum en sumar árnar hafa klárlega verið að opna með meiru látum og má þar til dæmis nefna opnunarhollið í Miðfirði með 106 laxa, Langá með 38 laxa á einum degi og Haffjarðará með 52 laxa á fyrstu þremur vöktunum. En opnunin segir ekki allt heldur er nú beðið eftir því að fyrstu smálaxagöngurnar fari að láta sjá sig og þá er hægt að spá frekar í það hvernig sumarið verður. Topp 10 listinn er hér að neðan en heildarlistann má sjá á www.angling.is 1. Þjórsá Urriðafoss - 305 2. Þverá/Kjarrá - 256 3. Norðurá - 233 4. Miðfjarðará - 170 5. Blanda - 126 6. Haffjarðará - 76 7. Ytri Rangá - 45 8. Víðidalsá - 37 9. Laxá í Kjós - 31 10. Laxá í Leirársveit - 27 Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði
Nýjar tölur úr samantekt Landssambands Veiðifélaga á aflabrögðum í laxveiðiánum voru birtar í gær. Það er víst hægt að segja með réttu að óvænta áin á þessum lista sé Þjórsá eða það svæði sem er veitt á í dag við Urriðafoss því þar eru komnir á land 305 laxar á tvær stangir frá opnun sem er ekkert annað en frábær veiði og gaman að sjá hvað þetta nýja svæði er að gera góða hluti. Annars sýnist vönum mönnum þetta vera ágætis byrjun í flestum ánum en sumar árnar hafa klárlega verið að opna með meiru látum og má þar til dæmis nefna opnunarhollið í Miðfirði með 106 laxa, Langá með 38 laxa á einum degi og Haffjarðará með 52 laxa á fyrstu þremur vöktunum. En opnunin segir ekki allt heldur er nú beðið eftir því að fyrstu smálaxagöngurnar fari að láta sjá sig og þá er hægt að spá frekar í það hvernig sumarið verður. Topp 10 listinn er hér að neðan en heildarlistann má sjá á www.angling.is 1. Þjórsá Urriðafoss - 305 2. Þverá/Kjarrá - 256 3. Norðurá - 233 4. Miðfjarðará - 170 5. Blanda - 126 6. Haffjarðará - 76 7. Ytri Rangá - 45 8. Víðidalsá - 37 9. Laxá í Kjós - 31 10. Laxá í Leirársveit - 27
Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði