Atli Ævar á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2017 15:54 Atli Ævar var valinn í úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2015-16. mynd/sävehof Svo virðist sem ekkert lát sé á heimkomu atvinnumanna í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Atli Ævar Ingólfsson, sem var síðast á mála hjá Sävehof í Svíþjóð, er samkvæmt heimildum Vísis á heimleið. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða lið verður fyrir valinu. ÍBV leitar logandi ljósi að línumanni og þá eru Selfyssingar einnig í leit að manni á línuna. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Akureyri, sem leikur í 1. deild, einnig boðið Atla Ævari samning. Atli Ævar, sem er 29 ára, er uppalinn hjá Þór á Akureyri en gekk í raðir HK árið 2009. Atli Ævar hjálpaði HK að vinna fyrsta og eina Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins 2012. Eftir það tímabil hélt Atli Ævar í atvinnumennsku og lék fyrst í stað í Danmörku, með SönderjyskE og Nordsjælland. Þaðan fór Atli Ævar til Eskilstuna Guif í Svíþjóð og svo til Sävehof. Hann var valinn í úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar á þarsíðasta tímabili. Hann hefur leikið níu A-landsleiki. Þráinn Orri Jónsson, línumaðurinn öflugi hjá Gróttu, ku einnig vera eftirsóttur af sterkustu liðum deildarinnar. Þá er ekki útilokað að Valsmenn bæti við einum leikmanni til viðbótar og ef af verður er ekki ólíklegt að það verði línumaður.Eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag eru Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson væntanlega á leið til Vals. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Verður gaman að prófa að búa í Eyjum "Þetta er að koma flatt upp á fólk. Vinir mínir trúðu mér ekki einu sinni er ég sagðist vera að koma heim,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV. 21. júní 2017 11:01 Aron Rafn kominn til ÍBV Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á heimleið og er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV. 21. júní 2017 10:02 Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Snorri Steinn Guðjónsson er á leið heim í Val eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. 21. júní 2017 13:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Svo virðist sem ekkert lát sé á heimkomu atvinnumanna í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Atli Ævar Ingólfsson, sem var síðast á mála hjá Sävehof í Svíþjóð, er samkvæmt heimildum Vísis á heimleið. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða lið verður fyrir valinu. ÍBV leitar logandi ljósi að línumanni og þá eru Selfyssingar einnig í leit að manni á línuna. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Akureyri, sem leikur í 1. deild, einnig boðið Atla Ævari samning. Atli Ævar, sem er 29 ára, er uppalinn hjá Þór á Akureyri en gekk í raðir HK árið 2009. Atli Ævar hjálpaði HK að vinna fyrsta og eina Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins 2012. Eftir það tímabil hélt Atli Ævar í atvinnumennsku og lék fyrst í stað í Danmörku, með SönderjyskE og Nordsjælland. Þaðan fór Atli Ævar til Eskilstuna Guif í Svíþjóð og svo til Sävehof. Hann var valinn í úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar á þarsíðasta tímabili. Hann hefur leikið níu A-landsleiki. Þráinn Orri Jónsson, línumaðurinn öflugi hjá Gróttu, ku einnig vera eftirsóttur af sterkustu liðum deildarinnar. Þá er ekki útilokað að Valsmenn bæti við einum leikmanni til viðbótar og ef af verður er ekki ólíklegt að það verði línumaður.Eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag eru Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson væntanlega á leið til Vals.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Verður gaman að prófa að búa í Eyjum "Þetta er að koma flatt upp á fólk. Vinir mínir trúðu mér ekki einu sinni er ég sagðist vera að koma heim,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV. 21. júní 2017 11:01 Aron Rafn kominn til ÍBV Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á heimleið og er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV. 21. júní 2017 10:02 Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Snorri Steinn Guðjónsson er á leið heim í Val eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. 21. júní 2017 13:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Aron: Verður gaman að prófa að búa í Eyjum "Þetta er að koma flatt upp á fólk. Vinir mínir trúðu mér ekki einu sinni er ég sagðist vera að koma heim,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV. 21. júní 2017 11:01
Aron Rafn kominn til ÍBV Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er á heimleið og er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV. 21. júní 2017 10:02
Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Snorri Steinn Guðjónsson er á leið heim í Val eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. 21. júní 2017 13:00