Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2017 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson vann silfurverðlaun í Peking og brons á EM í Austurríki með Íslandi. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina. Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30