Settu lífið á Íslandi í bið til að fara á flakk Guðný Hrönn skrifar 20. júní 2017 09:45 Helga og Hlynur hafa komið víða við á ferðalagi sínu. Þessi mynd var tekin í Machu Picchu. Parið Helga Björk Árnadóttir og Hlynur Kristjánsson tóku sér frí frá vinnunni og sögðu skilið við lífið á Íslandi fyrir átta mánuðum. Síðan þá hafa þau ferðast um Suður-Ameríku og sjá ekki eftir neinu. Hugmyndin um að fara í langt ferðalag kviknaði hjá Helgu Björk Árnadóttur í kringum jólin árið 2015 og hlutirnir þróuðust svo þannig að kærastinn, Hlynur Kristjánsson, fór með. „Mig hafði alltaf dreymt um að fara til Suður-Ameríku, en aldrei fundist vera rétti tíminn, eða haft neinn til að fara með. Eftir að hafa fleytt hugmyndinni við nokkra nána vini ræddi ég við stelpu hjá Kilroy sem kom með nokkrar hugmyndir og í lok mars 2016 lagði ég upp með að bóka flug og gistingu til Kúbu, þar sem ég myndi vera í mánuð að læra spænsku. Við Hlynur fórum svo að hittast í lok júní og eftir samtal einhvern tímann um miðjan ágúst ákvað hann að koma með mér,“ útskýrir Helga. Helga og Hlynur á Páskaeyjum. Ferðalagið byrjaði á Kúbu og eftir dvölina þar tók við meira ævintýri. „Við byrjuðum á Kúbu, flugum því næst til Mexíkó og höfum unnið okkur áfram þaðan. Við tókum bát frá suðurhluta Mexíkó yfir til Belís, rútu þaðan til Gvatemala og svo fórum við til Hondúras, þar sem við vörðum tveimur mánuðum á eyju sem heitir Utila. Ég var þar að læra köfun og kláraði að læra „PADI Divemaster“ þar.“ „Eftir það fórum við svo til Níkaragva, Kosta Ríka, Panama og flugum þaðan til Bogotá í Kólumbíu. Við vörðum þremur vikum í að ferðast innan Kólumbíu og fórum eftir það til Ekvador, Galapagos, Perú, Bólivíu, Síle og núna erum við í Argentínu,“ segir Helga, sem hefur núna verið á flakki í um það bil átta mánuði. Helga og Hlynur eru hvergi nærri hætt að kanna nýjar slóðir. „Við áætlum að koma heim í júlílok. Ferðin verður því rúmlega níu mánuðir í heildina.“ Erfiðast að hitta ekki vini og fjölskyldu Það er eflaust marga Íslendinga sem dreymir um að fara í sams konar ævintýraferð og Helga og Hlynur létu verða að veruleika. Spurð út í hvað það erfiðasta við að láta til skara skríða hafi verið segir Helga: „Það hitti þannig á að hvorugt okkar átti eignir og vinnuveitandinn okkar sýndi okkur mjög mikinn stuðning þegar við ræddum við hann að fara í langtímaleyfi. Áhættan var því frekar lítil og við höfðum nægan tíma til að undirbúa okkur.“ Erfiðast var að vita að við myndum ekki hitta fjölskyldu og vini í einhverja mánuði, en allir sýndu okkur mikinn stuðning og með internetinu getur maður alltaf spjallað þegar söknuður grípur mann, að því gefnu að netið virki!“ Helga og Hlynur sjá ekki eftir að hafa látið draum sinn rætasta. Helga sér ekki eftir ákvörðun sinni um að fara í þetta langa ferðalag enda hefur það gengið vel. „Ég var á þeim stað í lífinu að ég hugsaði með mér: „Ef ég geri þetta ekki núna, þá mun ég aldrei láta verða af svona ferðalagi. Hvernig myndi mér líða að hugsa til baka, vitandi það að ég hafði fullkomið tækifæri og lét ekki verða af því?“ Eftir að hafa spurt Hlyn að sömu spurningu nokkrum mánuðum seinna hugsaði hann málið aðeins og endaði á því að vera sammála. Það eina sem við höfðum planað áður en við fórum út var að fara til Kúbu og fljúga svo til Mexíkó. Það hefur tekið á að þurfa að plana hvern dag fyrir sig og vita stundum ekki hvar maður myndi gista það kvöldið, en þetta hefur gengið ótrúlega vel.“ En hvað er það besta við að hafa látið drauminn rætast? „Það besta er hvað við höfum séð mikið af stöðum sem okkur bæði er búið að dreyma um síðan við vorum krakkar. Meðal hápunktanna í ferðinni hefur verið að horfa á sólarupprásina yfir Tikal, að læra að kafa í Utila, skoða eldfjöllin í Níkaragva, skoða dýralífið á Kosta Ríka, ganga 50 km á fjórum dögum í gegnum frumskóginn til að sjá Ciudad Perdida í Kólumbíu og margt fleira!“ „Ég held að marga dreymi um svona ferðlagað að einhverju leyti, en geta ekki látið verða af því, hver svo sem ástæðan er – peningar, skuldbindingar heima fyrir eða aðrar ástæður. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið „auðvelt“, en þegar skrefið er tekið og ákvörðunin er komin, þá er þetta auðveldara en margur heldur,“ segir Helga sem vonar að þessi lesning muni veita fólki innblástur til að láta sína draumaferð rætast. Belís Ferðalög Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Parið Helga Björk Árnadóttir og Hlynur Kristjánsson tóku sér frí frá vinnunni og sögðu skilið við lífið á Íslandi fyrir átta mánuðum. Síðan þá hafa þau ferðast um Suður-Ameríku og sjá ekki eftir neinu. Hugmyndin um að fara í langt ferðalag kviknaði hjá Helgu Björk Árnadóttur í kringum jólin árið 2015 og hlutirnir þróuðust svo þannig að kærastinn, Hlynur Kristjánsson, fór með. „Mig hafði alltaf dreymt um að fara til Suður-Ameríku, en aldrei fundist vera rétti tíminn, eða haft neinn til að fara með. Eftir að hafa fleytt hugmyndinni við nokkra nána vini ræddi ég við stelpu hjá Kilroy sem kom með nokkrar hugmyndir og í lok mars 2016 lagði ég upp með að bóka flug og gistingu til Kúbu, þar sem ég myndi vera í mánuð að læra spænsku. Við Hlynur fórum svo að hittast í lok júní og eftir samtal einhvern tímann um miðjan ágúst ákvað hann að koma með mér,“ útskýrir Helga. Helga og Hlynur á Páskaeyjum. Ferðalagið byrjaði á Kúbu og eftir dvölina þar tók við meira ævintýri. „Við byrjuðum á Kúbu, flugum því næst til Mexíkó og höfum unnið okkur áfram þaðan. Við tókum bát frá suðurhluta Mexíkó yfir til Belís, rútu þaðan til Gvatemala og svo fórum við til Hondúras, þar sem við vörðum tveimur mánuðum á eyju sem heitir Utila. Ég var þar að læra köfun og kláraði að læra „PADI Divemaster“ þar.“ „Eftir það fórum við svo til Níkaragva, Kosta Ríka, Panama og flugum þaðan til Bogotá í Kólumbíu. Við vörðum þremur vikum í að ferðast innan Kólumbíu og fórum eftir það til Ekvador, Galapagos, Perú, Bólivíu, Síle og núna erum við í Argentínu,“ segir Helga, sem hefur núna verið á flakki í um það bil átta mánuði. Helga og Hlynur eru hvergi nærri hætt að kanna nýjar slóðir. „Við áætlum að koma heim í júlílok. Ferðin verður því rúmlega níu mánuðir í heildina.“ Erfiðast að hitta ekki vini og fjölskyldu Það er eflaust marga Íslendinga sem dreymir um að fara í sams konar ævintýraferð og Helga og Hlynur létu verða að veruleika. Spurð út í hvað það erfiðasta við að láta til skara skríða hafi verið segir Helga: „Það hitti þannig á að hvorugt okkar átti eignir og vinnuveitandinn okkar sýndi okkur mjög mikinn stuðning þegar við ræddum við hann að fara í langtímaleyfi. Áhættan var því frekar lítil og við höfðum nægan tíma til að undirbúa okkur.“ Erfiðast var að vita að við myndum ekki hitta fjölskyldu og vini í einhverja mánuði, en allir sýndu okkur mikinn stuðning og með internetinu getur maður alltaf spjallað þegar söknuður grípur mann, að því gefnu að netið virki!“ Helga og Hlynur sjá ekki eftir að hafa látið draum sinn rætasta. Helga sér ekki eftir ákvörðun sinni um að fara í þetta langa ferðalag enda hefur það gengið vel. „Ég var á þeim stað í lífinu að ég hugsaði með mér: „Ef ég geri þetta ekki núna, þá mun ég aldrei láta verða af svona ferðalagi. Hvernig myndi mér líða að hugsa til baka, vitandi það að ég hafði fullkomið tækifæri og lét ekki verða af því?“ Eftir að hafa spurt Hlyn að sömu spurningu nokkrum mánuðum seinna hugsaði hann málið aðeins og endaði á því að vera sammála. Það eina sem við höfðum planað áður en við fórum út var að fara til Kúbu og fljúga svo til Mexíkó. Það hefur tekið á að þurfa að plana hvern dag fyrir sig og vita stundum ekki hvar maður myndi gista það kvöldið, en þetta hefur gengið ótrúlega vel.“ En hvað er það besta við að hafa látið drauminn rætast? „Það besta er hvað við höfum séð mikið af stöðum sem okkur bæði er búið að dreyma um síðan við vorum krakkar. Meðal hápunktanna í ferðinni hefur verið að horfa á sólarupprásina yfir Tikal, að læra að kafa í Utila, skoða eldfjöllin í Níkaragva, skoða dýralífið á Kosta Ríka, ganga 50 km á fjórum dögum í gegnum frumskóginn til að sjá Ciudad Perdida í Kólumbíu og margt fleira!“ „Ég held að marga dreymi um svona ferðlagað að einhverju leyti, en geta ekki látið verða af því, hver svo sem ástæðan er – peningar, skuldbindingar heima fyrir eða aðrar ástæður. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið „auðvelt“, en þegar skrefið er tekið og ákvörðunin er komin, þá er þetta auðveldara en margur heldur,“ segir Helga sem vonar að þessi lesning muni veita fólki innblástur til að láta sína draumaferð rætast.
Belís Ferðalög Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira