Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 12:00 KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45
Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45