Áhorfendur fá að hlýða á söng og syngja sjálfir Guðný Hrönn skrifar 30. júní 2017 17:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun bregða sér í hlutverk Rómeós á Sönghátíð í Hafnarborg en auk hennar kemur fram fjöldi hæfileikaríkra listamanna. Vísir/Anton Brink Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is. Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is.
Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira