Sport

Venus Williams olli ekki banaslysinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Venus Williams freistar þess að vinna sinn sjötta sigur á Wimbledon-mótinu í tennis.
Venus Williams freistar þess að vinna sinn sjötta sigur á Wimbledon-mótinu í tennis.
Myndbandsupptaka sýnir að tennisstjarnan Venus Williams var ekki valdur að umferðarslysinu sem varð Jerome Barson að bana.

Því hafði áður verið haldið fram að slysið hafi verið Williams að kenna. Fréttir bárust hins vegar af því í dag að lögreglan í Flórída hefði komið höndum á myndbandsupptöku sem sannar sakleysi Williams.

Fjölskylda Barson hafa lagt fram kæru á hendur Williams fyrir manndráp af gáleysi.

Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni kemur fram að Williams, sem á að baki 7 sigra á risamótum í tennis, hafi verið í rétti þegar hún keyrði inn á gatnamótin þar sem slysið átti sér stað. Hún hafi hins vegar þurft að bremsa harkalega til þess að koma í veg fyrir að klessa á bílinn fyrir framan hana. Það hafi ollið því að hún var enn úti á gatnamótunum þegar bíll Barson, sem var að koma úr annari átt, fer inn á gatnamótin á grænu ljósi og klessir á bíl Williams.

Kona Barson var undir stýri á bifreið þeirra og komst hún lífs af. Eiginmaður hennar dvaldi á spítala í tvær vikur eftir slysið áður en hann lést af sárum sínum.

Myndbandsupptakan sýnir að bíll Williams olli ekki slysinu.Mynd/Lögreglan í Palm Beach
Williams er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í tennis og er þar komin áfram í fjórðu umferð mótsins. Williams hefur unnið mótið fimm sinnum, og þrisvar lent í öðru sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×