Sport

Snæfell missir Bryndísi út næsta tímabil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bryndís í leik með Snæfelli síðasta vetur
Bryndís í leik með Snæfelli síðasta vetur vísir/ernir
Bryndís Guðmundsdóttir, körfuknattleikskona í Snæfelli og íslenska landsliðinu, mun ekki spila körfubolta í vetur því hún á von á barni.

Þetta staðfesti hún í samtali við karfan.is. „Ég kem ekki til með að spila í það minnsta á komandi tímabili þar sem ég er ólétt," sagði Bryndís.

Bryndís hefur verið í herbúðum Snæfells síðustu tvö tímabil og vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitil með félaginu. Hún er hins vegar uppalin í Keflavík og hefur spilað 14 ár í efstu deild.

Landsliðskonan vill þó ekki gefa út að ferillinn sé alfarið kominn á enda, en hún á von á sér í janúar svo hún kæmi ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi tímabilið 2018-19.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×