Efsti maður heimslistans í tennis, Skotinn Andy Murray, byrjaði leik á fyrsta degi Wimbledon mótsins og vann öruggan sigur á Alexander Bublik frá Kasakstan.
Murray vann leikinn í þrem settum, 6-1, 6-4 og 6-2. Hann er því kominn áfram í aðra umferð mótsins, en Murray freistar þess að verða fyrstur allra til þess vinna Wimbledon tvö ár í röð.
Skotinn er að glíma við meiðsli í mjöðm og haltraði aðeins þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Hann spilaði þó vel þrátt fyrir meiðslin og sagði í viðtali við BBC að honum liði mjög vel á vellinum og adrenalínið hjálpi til við verkjunum.
Í næstu umferð mun Murray mæta Þjóðverjanum Dustin Brown, en hún hefst strax á miðvikudag.
Andy Murray hóf titilvörnina á sigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
