Sigrún fær frítt að borða á hverjum einasta degi út árið.
„Það sem ég hef smakkað af matseðlinum er bara mjög fínt,“ segir Sigrún sem óttast ekkert það mikið að fá ógeð af matnum.
„Það gæti svosem vel verið að það gerist, en ég vona samt ekki, það er voða fínt að fara þangað þegar maður er svangur og nennir ekki að finna hvað maður á að borða.“